Höfuðatriði í kröfum sem Fh vill knýja fram með boðun verkfalls eru:

1.      Að sami stigafjöldi samkvæmt matskerfi akademískra starfsmanna gefi sömu laun, óháð starfsheiti, og að öllum akademískum starfsmönnum verði varpað í sömu launatöflu.
 
2.      Laun annarra starfsmanna verði skoðuð og færð til samræmis við breytingar sem kunna að verða á launum akademískra starfsmanna.
 
Forsendur fyrir þessum kröfum eru:
 
(A.) Prófessorar og aðrir akademískir starfsmenn háskólanna ganga undir sama hæfnismat við ráðningu í störf og búa við sama stigakerfi til mælingar á árangri í starfi, en á síðustu árum  hefur síðarnefndi hópurinn dregist verulega aftur úr prófessorum í launum. Því verði öllum akademískum starfsmönnum varpað í sömu launatöflu.
 
(B.) Þeim akademísku starfsmönnum sem ekki ná jafngildi prófessorshæfis í stigum skal raða í réttu hlutfalli við aðra sem ná þessu jafngildi.
 
(C.) Á sama máta hefur annað háskólamenntað starfsfólk háskólanna dregist aftur úr sambærilegum hópum í launum. Þessi staða hefur gert Háskólanum erfitt fyrir með að halda starfsfólki í starfi og endurnýja starfslið sitt. Leiðrétta þarf þennan launamun þannig að jafnræðis sé gætt milli starfsfólks skólanna.
 
Auk þessa er FH aðili að kjarasamningskröfum BHM sem afgreiða þarf sérstaklega óháð ofangreindri launaleiðréttingu

Fréttir tengdar samþykktri verkfallsboðun Félags háskólakennara

Kristín Ingólfsdóttir rektor Háskóla Íslands segir að starfsemi skólans lamist ef verður af verkfalli háskólakennara á prófatíma í vor. Verkfall hafi auk þess alvarleg áhrif á afkomu stúdenta.
http://www.ruv.is/frett/%E2%80%9Everkfall-myndi-lama-starfsemi-haskolans%E2%80%9C
 
Félag háskólakennara samþykkir í atkvæðagreiðslu um boðun verkfalls.
http://www.mbl.is/frettir/innlent/2014/03/22/haskolakennarar_samthykkja_verkfall/
 
Verkfall háskólakennara mun hafa hastarleg áhrif á framtíðaráform stúdenta og framtíðarhorfur samfélagsins alls. Þetta kemur fram í ályktun Vöku FLS vegna yfirvofandi verkfalls háskólakennara.http://www.visir.is/verkfall-mun-hafa-hastarleg-ahrif-a-framtidaraform-studenta-/article/2014140329531
 
Röskva, samtök félagshyggjufólks við Háskóla Íslands, skorar á ríkisstjórnina að grípa til aðgerða.
http://www.visir.is/roskva-skorar-a-rikisstjornina-ad-gripa-til-adgerda/article/2014140329594

Fréttatilkynning vegna atkvæðagreiðslu um boðun verkfalls

FRÉTTATILKYNNING
 
Félag háskólakennara hélt atkvæðagreiðslu um boðun verkfalls frá mánudeginum 17.  mars  til föstudagsins 21. mars. Greidd voru  atkvæði um afmarkað verkfall 25. apríl til 10. maí, báðir dagar meðtaldir.  Fyrirhugað verkfall yrði haldið á boðuðum próftíma Háskóla Íslands og því ljóst að skólalok verða í uppnámi ef til verkfalls kemur.
 
Atkvæði féllu þannig:
 
Á kjörskrá voru 920
 
Atkvæði greiddu 606 eða 65,9%  af atkvæðisbærum.
 
“JÁ” sögðu 502                      eða 82,8% af greiddum atkvæðum.
 
“NEI” sögðu 104                    eða  17,2% af greiddum atkvæðum.
 
Samninganefnd Félags háskólakennara mun á næstu dögum funda með samninganefnd ríkisins (SNR) og í framhaldinu mun stjórn félagsins taka afstöðu til þess hvort verkfallsvopninu verði beitt. Stjórn félags háskólakennara vonast til að samningar náist án þess að komi til verkfalls.
 
Reykjavík, 22. mars 2014,
f.h. Félags háskólakennara,
 
Jörundur Guðmundsson formaður.

Stjórn Félags prófessora við ríkisháskóla lýsir yfir fullum stuðningi við yfirstandandi aðgerðir FH í kjaramálum

Félag prófessora við ríkisháskóla (FPR) lýsir yfir fullum stuðningi við yfirstandandi aðgerðir Félags háskólakennara í kjaramálum.  Yfirlýsingin er hér:

Atkvæðagreiðsla

Ágæti félagsmaður Félags háskólakennara
Í kjölfar funda með félagsmönnum mun Félag háskólakennara efna til atkvæðagreiðslu um boðun verkfalls á tímabilinu 25. apríl til 10. maí. Atkvæðagreiðsla fer fram rafrænt dagana 17. til 21. mars. Í atkvæðagreiðslu er einungis tekin afstaða til þess hvort félagsmenn fari í verkfall á tímabilinu 25. apríl - 10. maí, báðir dagar meðtaldir. Það er mat stjórnar að þessi tímasetning sé sú áhrifaríkasta sem völ er á miðað við núverandi aðstæður og að ekki sé þörf á lengri vinnustöðvun að þessu sinni. Félagsmönnum er bent á að sambærileg aðgerð var boðuð árið 2001 og náði fram umtalsverðum kjarabótum  Komi til verkfalls verður próftafla skólans í heild sinni sett í uppnám og mikil óvissa mun skapast um áframhald prófa. Stjórn Félags háskólakennara vonast að sjálfsögðu til þess að við félagið verði samið áður en til aðgerða kemur svo að próf geti farið fram.
 
Til þess að niðurstaða atkvæðagreiðslu sé bindandi þarf helmingur félagsmanna að taka þátt. Í ljósi undangenginna samningaviðræðna er það mat stjórnar félagsins að ekki séu aðrir kostir í stöðunni. Mikilvægt er að ná fram kjarabótum til handa félagsmönnum í samræmi við þá launaþróun sem átt hefur sér stað á almennum vinnumarkaði undanfarin fimm ár. Það er mat stjórnar að sterkt bakland skili sterkum samningum, því er mjög mikilvægt að félagsmenn veiti samninganefnd rétt til að beita verkfallsvopninu svo viðunandi samningar náist fram.
 
Hér má sjá fjölda félagsmanna, skiptingu á vinnustaði og launadreifinu frá apríl 2013, http://fh.hi.is/files/medallaunallir_2013.pdf

Kjarafundur aðildarfélaga BHM

Félag háskólakennara hvetur félagsmenn sína til að fjölmenna á sameiginlegan kjarafund aðildarfélaga BHM sem haldinn verður í Háskólabíói, fimmtudaginn 6. febrúar kl. 15. 
 
Á fundinum verður m.a. gerð grein fyrir stöðu kjarasamningaviðræðna og fjallað um næstu skref.  
 
Fjölmennum og sýnum samstöðu !
 
Sjá auglýsingu hér:

Þekking er framtíðin og framtíðin er núna - leiðréttum kjör háskólamenntaðra

Samstöðufundur BHM vegna kjarasamninga verðurhaldinn í Háskólabíói þann 6. febrúar kl.15:00
Fjölmennum og sýnum samstöðu.

Kjaraviðræður

Kjarasamningur félagsins rennur úr í janúar 2014 í stað mars 2014, vegna sérstaks samkomulags sem BHM gerði fyrir hönd aðildafélaga sinna þann 11. febrúar 2013.  Eingreiðsla kr. 38.000 miðað við þá sem eru í fullu starfi nóvember 2013 verður því greidd í janúar 2014.
Gengið hefur verið frá viðræðuáætlun félagsins annars vegar og Samninganefndar ríkisins (SNR) hins vegar.    
Stjórn félagsins ákvað á fundi sínum að vinna saman með öðrum stéttarfélögum BHM í sameiginlegum málum, á sama tíma og samið verður um sérmál félagsins. 
Meginkröfur stéttarfélaga BHM eru afgerandi launaleiðréttingar.  Formaður BHM rökstyður þær kröfur á heimasíðu bandalagsins www.bhm.is 
Greinin er hér óbreytt:
 
Fjárfesting í menntun er samfélagsleg nauðsyn og til þess að hún nýtist sem best og gefi af sér til samrekstrar þjóðarheimilisins þurfa ákveðnar forsendur að vera til staðar.
Gróflega áætlað fjárfestir íslenskt samfélag um 26 milljónir króna í hverjum háskólamenntuðum einstaklingi í gegnum menntakerfið og gera má ráð fyrir að hann greiði um 124 milljónir til baka í gegnum skattkerfið á starfsævi sinni. Til viðbótar eru þau störf og þjónusta sem háskólamenntað fólk innir af hendi bæði samfélagslega mikilvæg og virðisaukandi. Það er því mikilvægt að þessi fjárfesting nýtist íslensku samfélagi sem allra best og enn mikilvægara að hún tapist ekki.
Lengi hefur legið fyrir að opinberir vinnuveitendur hafa orðið undir í samkeppni um vinnuafl við almennan vinnumarkað á Íslandi, enda launakjör hjá ríki og sveitarfélögum alls ekki eftirsóknarverð frá sjónarhorni háskólamenntaðra sérfræðinga. Launakjör háskólamenntaðra sérfræðinga hjá hinu opinbera hafa á undanförnum árum dregist verulega aftur úr miðað við aðra hópa, eins og meðal annars má sjá í sameiginlegri greiningu aðila vinnumarkaðar á launaþróun á árunum 2006 til 2012, og eru nú meira en 30% lægri en á almennum markaði.
Vinnumarkaður háskólamenntaðra sérfræðinga er í síauknum mæli alþjóðlegur. Í launamun yfir landamæri hallar mjög á Ísland, sem og í samanburði á ýmsum öðrum samfélagslegum kjörum. Gögn Eurostat um laun háskólamenntaðra á Norðurlöndum, mæld í kaupmáttareiningum, sýna að Ísland var þar í neðsta sæti árið 2006 og lækkaði á árinu 2010 á meðan öll hin löndin hækkuðu. Í þessu samhengi skal bent á að ef ungt fólk sem nýverið hefur lokið námi er hreyfanlegra en þeir eldri og ráðsettari skapast hætta á kynslóðabili innan þeirra geira sem eru útsettir fyrir atgervisflótta hverju sinni.
Þessar staðreyndir styðja við kröfu BHM um leiðréttingu kjara háskólamenntaðra. Þær kröfur miða fyrst og fremst að því að bæta samkeppnishæfni Íslands þannig að það verði ákjósanlegur starfsvettvangur fyrir háskólamenntað fólk, ekki hvað síst í opinberri þjónustu. Þannig getum við tryggt að fjárfesting sú sem samfélagið hefur lagt í menntun nýtist til fulls og forsendur skapist fyrir sjálfbærum hagvexti og bættum lífsgæðum á Íslandi til framtíðar.
 
Guðlaug Kristjánsdóttir, formaður BHM
 
 

Desemberuppbót 2013

Desemberuppbót/persónuuppbót
Samkvæmt gildandi kjarasamningi við fjármálaráðherra þá er desemberuppbót vegna ársins 2013 kr. 52.100.  Desemberuppbót skal greiða 1. desember ár hvert miðað við fullt starf.
Orðrétt segir í kjarasamningi um desemberuppbót: „Starfsmaður sem er við störf í fyrstu viku nóvembermánaðar skal fá greidda persónuuppbót 1. desember ár hvert miðað við fullt starf tímabilið 1. janúar til 31. október. Persónuuppbót er föst krónutala og tekur ekki hækkunum samkvæmt öðrum ákvæðum kjarasamningsins. Á uppbótina reiknast ekki orlofsfé.
Hafi starfsmaður gegnt hlutastarfi eða unnið hluta úr ári, skal hann fá greitt miðað við starfshlutfall á framangreindu tímabili. Á sama hátt skal einnig starfsmaður sem látið hefur af starfi en starfað hefur samfellt í a.m.k. 3 mánuði (13 vikur) á árinu, fá greidda uppbót í desember miðað við starfstíma og starfshlutfall. Sama gildir þótt starfsmaður sé frá störfum vegna veikinda eftir að greiðsluskyldu stofnunar lýkur eða í allt að 6 mánuði vegna fæðingarorlofs (fæðingarorlof reiknast til starfstíma hjá opinberum starfsmönnum).“

Kjarakönnun BHM

Kjarakönnun BHM 2013 var kynnt á blaðamannafundi þann 26. ágúst sl.
Kjarakönnun BHM var gerð af Maskínu fyrir bandalagið og aðildarfélög þess og fjallar um laun félagsmanna og aðra þætti sem tengjast kjörum og starfsumhverfi þeirra. Könnunin var mjög yfirgripsmikil og gefur mjög góða mynd af stöðu háskólamenntaðra starfsmanna á vinnumarkaði.
Hér má nálgast:Kjarakönnun BHM 2013, heildarskýrsla.Kynningu Maskínu á niðurstöðum.
Kjarakönnun BHM 2013, unnin af Maskínu
Svörun um 60%. 24 aðildarfélög, breytileg samsetning hvað varðar kyn, vinnustað og aldur.
Könnunin er upphafið á langtímaverkefni með árlegri könnun um kjör og viðhorf félaga í BHM. Markmiðið með því er að byggja upp gagnagrunn sem gagnast aðildarfélögum og félagsmönnum í kjarabaráttunni. Þessi fyrsta skýrsla er mikilvægt innlegg í komandi samningalotu, en hvert hinna 24 félaga sem tóku þátt í könnuninni fær eigin skýrslu
Laun hækka með meiri menntun, sem er ánægjulegt.
Áberandi launamunur kynja, hjá öllum vinnuveitendum. Hjá ríkinu liggur munurinn rétt neðan meðaltals. Tölur um launamun kynja eru settar fram á þann hátt að þær gefi til kynna hversu mikið laun kvenna þurfi að hækka til að standast á við laun karla.
Tvær breytur, sem ekki geta með réttu talist málefnaleg skýring á launamun karla og kvenna, sýndu engu að síður fylgnisamband. Annars vegar vinnuveitandi, þ.e. hvar fólk vinnur, og hins vegar fjöldi kvenna í aðildarfélagi BHM. Línulegt samband er á milli fjölda kvenna í aðildarfélagi og launa, því fleiri konur því lægri laun.
Heildargreiðslur félagsfólks á árinu 2013 voru að meðaltali 6.391 þús. kr. Munur á hæsta og lægsta félagi var tvöfaldur (4.867 lægst, iðjuþjálfar og 9.341 hæst, prófessorar).
Félagsmenn aðildarfélaga BHM starfa á öllum sviðum vinnumarkaðar, flestir samkvæmt kjarasamningum en einnig sjálfstætt. BHM og aðildarfélög semja um kjör félagsmanna við:
·         Ríki·         Samband íslenskra sveitarfélaga·         Reykjavíkurborg·         Samtök atvinnulífsins·         Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu·         Einstök fyrirtæki á almennum vinnumarkaði·         Sjálfseignarstofnanir
Í stefnu BHM kristallast sú sýn að blómlegt atvinnulíf sem horfir til framtíðar er forsenda fyrir bættum kjörum og réttindum á vinnumarkaði. Hagsæld á vinnumarkaði byggir á sterku menntastigi og góðri nýtingu þekkingar á öllum sviðum.
http://www.bhm.is/frettir/nr/2532

Syndicate content