Aðalfundur 2015

Aðalfundur Félags háskólakennara verður haldinn þriðjudaginn 12. maí nk. á Háskólatorgi stofa 102, frá kl. 16:00 - 18:00.Dagskrá:

 1. Lögð fram ársskýrsla stjórnar
 2. Lagðir fram endurskoðaðir reikningar félagsins.
 3. Ákveðið árgjald, sbr. 7. grein laga félagsins og 3. grein reglna kjaradeilusjóðs.
 4. Tillögur um lagabreytingar. 
 5. Kosin stjórn, sbr. 9. grein.
 6. Kosin kjörnefnd, sbr. 9. grein.
 7. Kosnir tveir skoðunarmenn reikninga.
 8. Kosin samninganefnd, sbr. 10. grein.
 9. Önnur mál.

Handbók Félags háskólakennara

Handbók Félags háskólakennara er nú komin til dreifingar til félagsmanna.

Hana er einnig hægt að nálgast hér:

BHM fræðslan

Föstudaginn 29. ágúst, var opnað fyrir skráningu í fræðsludagskrá BHM. BHM-fræðslan er opin fyrir alla félagsmenn BHM þeim að kostnaðarlausu.Í boði verður fjölbreytt úrval námskeiða að vanda og mun án efa eitthvað bætast við þegar líður á önnina. Segja má að áherslan verði á hugmyndafræði Þjónandi forystu á þessari önn og höfum við fengið Þekkingarsetur um þjónandi forystu til liðs við okkur til að kynna hugmyndafræðina fyrir okkur. Eins verðum við með á dagskránni erindi sem fjallar um að það er líf eftir starfslok og þær spurningar sem fólk stendur frammi fyrir á þeim tímamótum. Markþjálfun sem hjálpartæki fyrir stjórnendur verður einnig í boði, við höldum áfram með Verkefnastjórnina enda hefur það námskeið verið hvað vinsælast hjá okkur, lögfræðingurinn okkar mun fjalla um meginreglur stjórnsýslulaga og tengsl stjórnsýslulaga gagnvart starfsmönnum. Spennandi fyrirlestur sem byggir á doktorsverkefni um atvinnutækifæri ungmenna að loknu háskólanámi, hvaða störfum þau gegna, í hvaða atvinnugreinum og starfsöryggi á íslenskum vinnumarkaði. Fáum fulltrúa utanríkisráðuneytisins til að segja okkur af hverju þau eru að vesenast á Facebook og Twitter svo fátt eitt sé nefnt. Í ár verðum við með tvö námskeið á Akureyri Þjónandi forysta - hugmyndafræði og hagnýting og Verkefnastjórnun. Við höfum langt metnað í að hafa sem flest námskeiðin okkar aðgengileg í gegnum Streymið og á haustönn verður að minnsta kosti sex erindum Streymt. Verið er að vinna að því að fara með fræðsluna víðar og stefnum við að því að geta kynnt að minnsta kosti einn nýjan áfangastað á vorönn.Mikil ásókn hefur verið í fræðsluna og námskeið fljót að fyllast við höfum því haft þann háttinn á að ef sæti losna á síðustu stundu skellum við því inn á Facebook svo aðrir geti nýtt sér plássi. Þannig að endilega líkið við Facebooksíðu Bandalags háskólamanna þar er einnig að finna ýmsan fróðleik úr starfinu. 

Fréttir af aðalfundi Félags háskólakennara 2014

Aðalfundur Félags háskólakennara var haldinn þriðjudaginn 27. maí síðastliðinn og var  mæting félagsmanna mjög góð á fundinn.

Borin var upp tillaga kjörnefndar um formann og stjórn félagsins.  Hún var samþykkt einróma.

Formaður til eins árs:

Jörundur Guðmundsson, forstöðumaður Háskólaútgáfan.

Meðstjórnendur til tveggja ára:

Berglind Rós Magnúsdóttir, lektor menntavísindasvið.

Helgi Áss Grétarsson, dósent lagadeild.

Michael Dal, lektor menntavísindasvið.

Meðstjórnandi til eins árs:

Guðmundur Ingi Guðmundsson, Landsbókasafn Íslands - háskólabókasafn.

Fyrir fundinn lá fyrir tillaga stjórnar um lækkun félagsgjalda úr 0,7% af dagvinnulaunum í 0,6% af dagvinnulaunum og var hún samþykkt. 

Samþykktar voru breytingar á lögum félagsins og eru þau hér:

Samþykkt ársskýrsla stjórnar 2013/2014 er hér:

Samþykktur ársreikningur 2013 er hér:

Aðalfundur Félags háskólakennara 2014

 
 
 
Aðalfundur Félags háskólakennara
haldinn þriðjudaginn 27. maí 2014
Háskólatorgi stofa 103 frá kl. 14:00 – 16:00
_____________________________________________________________
 
Dagská:
1.      Lögð fram ársskýrsla stjórnar
2.      Lagðir fram endurskoðaðir reikningar félagsins.
3.      Ákveðið árgjald, sbr. 7. grein laga félagsins og 3. grein reglna kjaradeilusjóðs.
4.      Tillögur um lagabreytingar. 
5.      Kosin stjórn, sbr. 9. grein.
6.      Kosin kjörnefnd, sbr. 9. grein.
7.      Kosnir tveir skoðunarmenn reikninga.
8.      Kosin samninganefnd, sbr. 10. grein.
9.      Önnur mál.
 
 
 
3. Árgjald
Tillaga stjórnar Félags háskólakennara:
 
Stjórn Félags háskólakennara leggur til að félagsgjöldin verði lækkuð.
 
 
4. Tillögur um lagabreytingar:
Stjórn Félags háskólakennara hefur borist lagabreytingatillögur.
 
Þær eru:
Breyting á 1. gr. laga, heiti félagsins.
Breytng á 4. og 8. gr. laga, boðun aðalfundar.
Breyting á 10. gr. laga, úrfelling á orðalagi.
 
Þrjár nýjar lagabreytingatillögur er lúta að ákvörðunum stjórnar og birtingu fundargerða
 
5. Stjórn
Að tillögu kjörnefndar eru eftirtaldir í kjöri:
 
Formaður til eins árs:
Jörundur Guðmundsson.
 
Meðstjórnendur til tveggja ára:
Berglind Rós Magnúsdóttir
Helgi Áss Grétarsson
Michael Dal
 
Meðstjórnandi til eins árs:
Guðmundur Ingi Guðmundsson

Aðalfundur Félags háskólakennara 2014

Aðalfundur Félags háskólakennara  árið 2014 verður haldinn þriðjudaginn, 27. maí næstkomandi í stofu HT-103, kl. 14:00.
9. grein laga félagsins er svohljóðandi:
„Stjórn félagsins skal skipuð sjö mönnum, formanni, varaformanni, ritara, gjaldkera og þremur meðstjórnendum, sem kjörnir eru skriflega, ef þess er óskað.  Formann skal kjósa sérstaklega, en að öðru leyti skiptir stjórnin með sér verkum.  Stjórnarkjöri skal haga þannig, að árlega sé kosinn formaður og þrír stjórnarmenn.  Er formaður kjörinn til eins árs, en stjórnarmenn til tveggja ára.
Á aðalfundi skal kjósa þriggja manna kjörnefnd, sem starfar til loka næsta aðalfundar.  Tilkynningar um framboð til stjórnar skulu berast kjörnefnd eigi síðar en 2 vikum fyrir aðalfund.  Hafi eigi borist næg framboð skal kjörnend hlutast til um að afla nauðsynlegs fjölda framboða.  Framboð til stjórnar sem kosið er um á aðalfundi skal birtast með fundarboði aðalfundar.“
 
Á aðalfundi 2013 voru eftirtalin kjörin í stjórn félagsins til tveggja ára:
Baldvin Zarioh, deildarstjóri á Vísinda- og nýsköpunarsviði.
Ármann Höskuldsson, vísindamaður á Jarðvísindastofnun Háskólans.
Stefán Hrafn Jónsson, dósent í félags- og mannvísindadeild,
 
Stjórn Félags háskólakennara óskar eftir framboðum til stjórnar og minnir á að tilkynningar um framboð skulu berast kjörnefnd eigi síðar en 2 vikum fyrir aðalfund.
 
Í kjörnefnd sitja:
Sverrir Guðmundsson, Vísinda- og nýsköpunarsviði, sími 525-4352, sverrirg@hi.is
Kristín Erla Harðardóttir, forstöðumaður Menntavísindastofnunar, sími 525-4165, krishar@hi.is
Sigríður Jónsdóttir, Raunvísindastofnun, sími 525-4802, sigga@hi.is
 
Lög Félags  háskólakennara eru hér:
 
Lagabreytingar.
Tillögur að lagabreytingum skal skilað til stjórnar eigi síðar en tveimur vikum fyrir aðalfund.

Kjarasamningur undirritaður 16. apríl 2014

Helstu atriði nýs kjarasamnings Félags háskólakennara annars vegar og fjármálaráðherra hins vegar undirrituðum 16. apríl 2014.
 


 • ·       Samningstími: 1. mars 2014 – 30. apríl 2015

 • ·       Launatafla hækkar um 2,8% frá og með 1. mars. 2014 .

 • ·        Eingreiðsla kr. 14.600 mv. fullt starf vegna febrúar 2014

 • ·        Persónuuppbót/desemberuppbót  2014 kr. 73.600

 • ·        Orlofsuppbót  2014 kr. 39.500

 • ·        Eingreiðsla 1. apríl 2015, kr. 20.000 mv. fullt starf.

Kjarasamningurinn er hér:
Launatafla frá 1.mars 2014 er hér:
Forsendur  þess að skrifað var undir miðlægjan kjarasamning við fjármálaráðherra voru þær að gerðar voru breytingar á grunnröðun í stofnanasamningum félagsins annars vegar og stofnunum hins vegar.  Þær eru Háskóli Íslands, Stofnun Árna Magnússonar, Landsbókasafn Íslands – háskólabókasafn, Tilraunastöðin að Keldum og Raunvísindastofnun.
Helstu breytingar á stofnanasamningunum eru þær að allir félagsmenn hækka út á hægri ás launatöflunnar.
Andvirði stiga úr Vinnumatssjóði verða hér eftir reiknuð á sama verðgildi fyrir alla akademíska starfsmenn. Vinnumatssjóður FH verður þó áfram sérstakur sjóður.

Höfuðatriði í kröfum sem Fh vill knýja fram með boðun verkfalls eru:

1.      Að sami stigafjöldi samkvæmt matskerfi akademískra starfsmanna gefi sömu laun, óháð starfsheiti, og að öllum akademískum starfsmönnum verði varpað í sömu launatöflu.
 
2.      Laun annarra starfsmanna verði skoðuð og færð til samræmis við breytingar sem kunna að verða á launum akademískra starfsmanna.
 
Forsendur fyrir þessum kröfum eru:
 
(A.) Prófessorar og aðrir akademískir starfsmenn háskólanna ganga undir sama hæfnismat við ráðningu í störf og búa við sama stigakerfi til mælingar á árangri í starfi, en á síðustu árum  hefur síðarnefndi hópurinn dregist verulega aftur úr prófessorum í launum. Því verði öllum akademískum starfsmönnum varpað í sömu launatöflu.
 
(B.) Þeim akademísku starfsmönnum sem ekki ná jafngildi prófessorshæfis í stigum skal raða í réttu hlutfalli við aðra sem ná þessu jafngildi.
 
(C.) Á sama máta hefur annað háskólamenntað starfsfólk háskólanna dregist aftur úr sambærilegum hópum í launum. Þessi staða hefur gert Háskólanum erfitt fyrir með að halda starfsfólki í starfi og endurnýja starfslið sitt. Leiðrétta þarf þennan launamun þannig að jafnræðis sé gætt milli starfsfólks skólanna.
 
Auk þessa er FH aðili að kjarasamningskröfum BHM sem afgreiða þarf sérstaklega óháð ofangreindri launaleiðréttingu

Fréttir tengdar samþykktri verkfallsboðun Félags háskólakennara

Kristín Ingólfsdóttir rektor Háskóla Íslands segir að starfsemi skólans lamist ef verður af verkfalli háskólakennara á prófatíma í vor. Verkfall hafi auk þess alvarleg áhrif á afkomu stúdenta.
http://www.ruv.is/frett/%E2%80%9Everkfall-myndi-lama-starfsemi-haskolans%E2%80%9C
 
Félag háskólakennara samþykkir í atkvæðagreiðslu um boðun verkfalls.
http://www.mbl.is/frettir/innlent/2014/03/22/haskolakennarar_samthykkja_verkfall/
 
Verkfall háskólakennara mun hafa hastarleg áhrif á framtíðaráform stúdenta og framtíðarhorfur samfélagsins alls. Þetta kemur fram í ályktun Vöku FLS vegna yfirvofandi verkfalls háskólakennara.http://www.visir.is/verkfall-mun-hafa-hastarleg-ahrif-a-framtidaraform-studenta-/article/2014140329531
 
Röskva, samtök félagshyggjufólks við Háskóla Íslands, skorar á ríkisstjórnina að grípa til aðgerða.
http://www.visir.is/roskva-skorar-a-rikisstjornina-ad-gripa-til-adgerda/article/2014140329594

Syndicate content