Aðalfundur 2016

Aðalfundur Félags háskólakennara, félag háskólamenntaðra starfsmanna Háskóla Íslands og tengdra stofnana, verður haldinn fimmtudaginn 19. maí 2016 á Háskólatorgi, stofu 101, frá kl. 16:00 - 18:00. Dagská:

 1. Lögð fram ársskýrsla stjórnar
 2. Lagðir fram endurskoðaðir reikningar félagsins.
 3. Ákveðið árgjald, sbr. 7. grein laga félagsins og 3. grein reglna kjaradeilusjóðs.
 4. Tillögur um lagabreytingar. 
 5. Kosin stjórn, sbr. 9. grein.
 6. Kosin kjörnefnd, sbr. 9. grein.
 7. Kosnir tveir skoðunarmenn reikninga.
 8. Kosin samninganefnd, sbr. 10. grein.
 9. Önnur mál.

Lög félagsins eru hér:Stjórn Félags háskólakennara óskar eftir framboðum til stjórnar og minnir á að tilkynningar um framboð skulu berast kjörnefnd eigi síðar en tveimur vikum fyrir aðalfund.Í kjörnefnd sitja:Sverri Guðmundsson, sími 525-4352, sverrirg@hi.isKristín Erla Harðardóttir, sími 525-4165, krishar@hi.isSigríður Jónsdóttir, sími 525-4802, sigga@hi.is

Viðhorfskönnun

 
Á stjórnarfundi þann 2. desember sl. var ákveðið að gera viðhorfskönnun á meðal félagsmanna um hin ýmsu málefni félagsins.  Könnunin verður send til félagsmanna í upphafi nýs árs.  

 
Ákveðið var að kanna viðhorf félagsmanna til vinnumatskerfisins sérstaklega.  Í dag er að störfum nefnd sem sem gera á úttekt á matskerfi opinberu háskólanna.  Það er því brýnt að félagið komi ábendingum og/eða athugasemdum félagsmanna til þeirrar nefndar, ef einhverjar eru.  

 

Ef þú félagsmaður góður hefur tillögu(r)  að spurningu(m) sem gætu verið í slíkri viðhorfskönnun varðandi hin ýmsu málefni félagsins, s.s.  þjónustu, stefnu, sýnileika, svo eitthvað sé nefnt, þá endilega komið þeim áfram á framkvæmdastjóra félagsins, helgabirna@hi.is , fyrir 15. janúar 2016. 
 
  
Athygli er vakin á samþykkt háskólaráðs dags. 3. desember sl.  vegna breytinga á starfsskyldum akademískra starfsmanna sem tekur gildi 1. janúar 2016, sjá hér:

Kjarasamningur Félags háskólakennara dags. 16. nóvember 2015, stofnanasamningur FH og HÍ og kynningarefni

Nýr kjarasamningur Félags háskólakennara og fjármálaráðherra var undirritaður þann 16. nóvember sl.  Gildistími hans er frá 1. maí 2015 til 31. mars 2019.  Samið var um sambærilegar hækkanir og önnur BHM félög hafa samið um eða skv. gerðardómi.  Auk þess samdi félagið um Starfsþróunarsjóð Félags háskólakennara (SFH). 

Kjarasamningurinn er hér:

Stofnanasamningur félagsins og HÍ er hér:

Kynning fyrir akademíska starfsmenn.

Kynning fyrir starfsmenn í stjórnsýslustörfum.

Kjarasamningur undirritaður þann 16. nóvember sl. hefur verið samþykktur

Atkvæðagreiðslu um kjarasamning undirritaður þann 16. nóvember sl., lauk á hádegi þann 23. nóvember.

Á kjörskrá voru alls 1.020 félagsmenn.   Þátt í atkvæðagreiðslunni tóku 599 eða 58,7% félagsmanna á kjörskrá.  Af þeim sögðu 549 „já“ eða 91,7%, 22 sögðu „nei“ eða 3,6% og 28 skiluðu auðu.

Félag háskólakennara hefur því samþykkt nýgerðan kjarasamning.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Kjarasamningur Félags háskólakennara undirritaður 16. nóvember 2015

 

Nýr kjarasamningur Félags háskólakennara og fjármálaráðherra var undirritaður þann 16. nóvember sl.  Gildistími hans er frá 1. maí 2015 til 31. mars 2019.  Samið var um sambærilegar hækkanir og önnur BHM félög hafa samið um eða skv. gerðardómi.  Auk þess samdi félagið um Starfsþróunarsjóð Félags háskólakennara (SFH). 

Kjarasamningurinn er hér:

Stofnanasamningur félagsins og HÍ er hér:

Kynning fyrir akademíska starfsmenn.

Kynning fyrir starfsmenn í stjórnsýslustörfum.

Fundur um stöðu kjaramála

Áríðandi fundur um stöðuna í kjaramálum félagsins verður haldinn í Háskólabíói, föstudaginn 30. október nk. frá kl. 12 - 13.

Vonandi sjá sem flestir sér fært að mæta.

Staða kjaramála 16. október 2015

Kjarasamningsviðræður Félags háskólakennara annars vegar og Samninganefndar ríkisins (SNR) hins vegar hófust í ágúst sl., eftir að  úrskurður gerðardóms til 18 aðildarfélaga BHM féll, þann 14. ágúst.

Frá þeim tíma liðnum hafa verið haldnir margir fundir milli aðila sem hafa skipst á hugmyndum að ákveðinni launasetningu í anda þeirra kjarasamninga sem gerðir hafa verið, eða úrskurðað um.  Viðræðurnar hafa gengið vel en staðan varð erfiðari fyrir nokkrum vikum síðan þegar ljóst varð að þrjú félög BSRB samþykktu verkföll annars vegar og vegna vinnu svokallaðar SALEK-nefndar hins vegar.   SNR óskaði eftir formlegu hléi á viðræðum við Félag háskólakennara í síðustu viku á meðan málin væru að skýrast á þeim borðum. 

Sá frestur er liðinn og Félag háskólakennara hefur óskað eftir fundi með SNR í næstu viku.  SNR verður gerð grein fyrir því að hjá Félagi háskólakennara er eindreginn vilji til að ljúka þessum samningum, að öðrum kosti verður félagið að íhuga alvarlega aðgerðir til að ná kröfum sínum fram. 

Helstu kröfur Félags háskólakennara eru, eins og fram komu í pósti dags. 29. apríl sl.:

i.             Að sami stigafjöldi samkvæmt matskerfi akademískra starfsmanna (háskólakennarar og sérfræðingar) gefi sömu laun, óháð starfsheiti og að öllum akademískum starfsmönnum verði varpaði í sömu launatöflu.

ii.            Laun starfsmanna stjórnsýslu skóla verði skoðuð og samhæfð launaum akademískra starfsmanna eins og kostur er.

iii.           Skýra og skilgreina launaröðun og réttindastöðu framhaldsnema (styrkþega).

iv.           Launatafla BHM.

v.            Aðild að starfsþróunarsjóði BHM, Félag háskólakennara er stofnaðili sjóðsins eða sambærilegt iðgjald fyrir sérsjóð.

vi.           Texti um yfirvinnu kennara verði endurskoðaður.

Staða kjaramála

Kjarasamningur Félags háskólakennara rann út 30. apríl 2015.  Félagið hefur frá upphafi tekið virkan þátt í viðræðum við fjármálaráðherra með samfloti BHM, þrátt fyrir að vera ekki hluti af þeim stéttarfélögum sem ákvæði laga nr. 31/2015, um kjaramál og verkfallsrétt, náðu til.   Deilu þessara tilteknu stéttarfélaga var í framhaldi vísað til gerðardóms, sem úrskurðaði um kjör þeirra þann 14. ágúst síðastliðinn.   Kjarasamningar samflots BHM runnu  út 28. febrúar sl. eða tveimur mánuðum fyrr en kjarasamningur Félags háskólakennara.  Kjarasamningsviðræður Félags háskólakennara annars vegar og fjármálaráðherra hins vegar eru hafnar og vonast er til þess að þær muni  ganga fljótt og vel fyrir sig.  Fréttir af gangi mála verða sendar reglulega á félagsmenn. 

Aðalfundur 2015

Aðalfundur Félags háskólakennara var haldinn 12. maí sl. kl. 16:00.

Eftirtaldir voru kosnir í stjórn:

Jörundur Guðmundur, formaður til eins árs.

Meðstjórnendur til tveggja ára:

Ármann Höskuldsson,

Baldvin Zarioh,

Guðmundur Ingi Guðmundsson.

Fundurinn samþykkti eina lagabreytingartillögu stjórnar á 1. gr. laga.  Greinin er svona:

"Félagið heitir Félag háskólakennara, félag háskólamenntaðra starfsmanna Háskóla Íslands og tengdra stofnana. Heimili þess og varnarþing er í Reykjavík."

Þá var jafnframt samþykkt óbreytt árgjald félagsins.

Ársreikingur 2014 er hér:

Ársskýrsla stjórnar 2014 - 2015 er hér:

Kjörnefnd skipa: Sigríður Jónsdóttir, Kristín Harðardóttir og Sverrir Guðmundsson.

Skoðunarmenn reikninga eru: Íris Davíðsdóttir og Sigríður Jónsdóttir.

Aðalfundur 2015

Aðalfundur Félags háskólakennara

haldinn þriðjudaginn 12. maí 2015

Háskólatorgi stofa 102 frá kl. 16:00 – 18:00

_____________________________________________________________

Dagská:

 1. Lögð fram ársskýrsla stjórnar

 2. Lagðir fram endurskoðaðir reikningar félagsins.

 3. Ákveðið árgjald, sbr. 7. grein laga félagsins og 3. grein reglna kjaradeilusjóðs.

 4. Tillögur um lagabreytingar. 

 5. Kosin stjórn, sbr. 9. grein.

 6. Kosin kjörnefnd, sbr. 9. grein.

 7. Kosnir tveir skoðunarmenn reikninga.

 8. Kosin samninganefnd, sbr. 10. grein.

 9. Önnur mál.

   

  3. Árgjald

  Tillaga stjórnar Félags háskólakennara:

  Stjórn Félags háskólakennara leggur til að félagsgjöldin verði óbreytt.

   

  4. Tillögur um lagabreytingar:

  Tillaga stjórnar Félags háskólakennara á breytingu á fyrstu grein laga:

  Greinin verði: Félagið heitir Félag háskólakennara, Félag háskólamenntaðra starfsmanna Háskóla Íslands og tengdra stofnana. Heimili þess og varnarþing er í Reykjavík.

   

  5. Stjórn

  Að tillögu kjörnefndar eru eftirtaldir í kjöri:

  Formaður til eins árs:

  Jörundur Guðmundsson.

   

  Meðstjórnendur til tveggja ára:

  Ármann Höskuldsson,

  Baldvin Zarioh,

  Guðmundur Ingi Guðmundsson.

Syndicate content