Ársmatssjóður

Fyrirkomulag á ársmati 2021 og starfsmat birt á Uglu.

Líkt og á síðasta ári verður ekki gerð krafa um að starfsfólk sæki sjálft um greiðslur úr ársmatssjóði. Að sama skapi verður ekki nauðsynlegt að starfsmannasamtöl hafi átt sér stað, en engu að síður er hvatt til þess að slík samtöl verði tekin á árinu. Greiðslur munu berast starfsfólki sjálfkrafa 1. september í ár, líkt og undanfarin ár.

Starfsfólk Háskóla Íslands og tengdra stofnana í stjórnsýslu- og þjónustustörfum sem ráðið er a.m.k. til eins árs á rétt á ársmati. Ársmatssjóður nær eingöngu til starfsfólks sem launaraðað er samkvæmt Skrefi. Vinnuframlag starfsfólks á liðnu ári er metið til stiga og jafnframt kaupauka. Starfsfólki sem er launaraðað eftir matskerfi skrefs, frá 7 stig fyrir vinnuframlag sitt frá 1. júní til 31. maí ár hvert.

Athygli er vakin á nýju formi fyrir starfslýsingar: Starfslýsing - gæðaskjöl

Starfsmat inni á Uglu

Stór hluti starfsfólks við Háskóla Íslands í stjórnsýslunni fær laun samkvæmt starfsmatskerfinu SKREF. Til að auka gagnsæi og skilvirkni hefur matið verið gert aðgengilegt starfsfólki í tengslum við jafnlaunakerfi háskólans árið 2020. Þessari vinnu er lokið og er starfsmatið nú aðgengilegt inni á Uglu fyrir það starfsfólk sem fær laun samkvæmt SKREF.

Frekari upplýsingar má finna:

Matið má finna í Uglu.

Ársmat skv. stofnanasamningi:

Ársmat tengist árlegu starfsmannasamtali og yfirferð starfslýsingar. Ársmati fylgir árleg uppsöfnun stiga (7 stig á ári fyrir fullt starf) og kaupauki.  Sækja þarf um ársmat fyrir 10. maí ár hvert og greitt er út 1. september á grundvelli starfstíma og starfshlutfalls.  Starfsmannasamtöl eru eðlilegur vettvangur fyrir setningu markmiða og uppfærslu starfslýsinga og gerð er krafa um að starfsmannasamtal hafi farið fram og starfslýsing uppfærð þegar sótt er um ársmat í maí. Fjárhæð ársmatssjóðs er ákveðin út frá breytingum á launavísitölu og starfsmannafjölda frá maí til maí ár hvert. Breytingar á röðun í launaflokka á grundvelli ársmats taka gildi 1. september ár hvert.

Ársmat er tengt starfsmannasamtali og gefur stig til uppsöfnunar í starfsmati og jafnframt kaupauka.
Ársmat á eingöngu við um fastráðna starfsmenn sem ráðnir eru til eins árs eða meira við Háskóla Íslands og tengdar stofnanir sem eru í Félagi háskólakennara og ekki falla undir matskerfi kennara og sérfræðinga.
Það þarf að sækja um ársmat,umsóknin er rafræn. Fyrsta greiðsla byggð á ársmati í FH var afgreidd 19. september 2003.

Umsóknarfesturinn er til 10. maí ár hvert. Fylgigögnum þarf síðan að skila fyrir 1. júní og þau eru:

a) starfslýsing sem hefur verið uppfærð á tímabilinu.
b) afrit af aftasta blaðinu úr starfsmannasamtalinu (tölulið 6 og 7)

Nánar um ársmat
Ársmat fyrir tímabilið 1. júní 2015 - 31. maí 2016 - Greiðsludagur 1. september 2016.
Ársmat er mat á framlagi starfsmanns á liðnu ári metið til stiga og jafnframt kaupauka. Sækja þarf um ársmat fyrir 10. maí ár hvert og er umsóknin rafræn.
Fyrir 1. júní þarf að skila inn til starfsmannasviðs, tölulið  6 og 7 úr starfsmannasamtali (heiti eyðublaðs: Starfsmannasamtal starfsfólks í stjórnsýslu) þar sem mat á frammistöðu vetrarins er skráð, ásamt starfslýsingu uppfærðri á tímabilinu. Greitt er út á grundvelli matsins þann 1. september ár hvert.

Umsókn um ársmat

Hægt er að sækja um ársmat til og með 10. maí 2016.

Verklag ársmats - samþykkt í samráðsnefnd 14. apríl 2008 (hefur ekki verið lagt niður formlega en hefur ekki verið framkvæmt svona frá 2008).
Í starfsmannasamtali er farið yfir unnin verkefni og frammistöðu síðastliðins árs, og markmið og verkefni næsta árs rædd. Frammistaða er metin af yfirmanni og starfsmanni í sameiningu í starfsmannasamtalinu. Og þeir skulu báðir staðfesta matið með undirskrift sinni. bls. 2 á starfsmannasamtalseyðublöðunum. Það eyðublað sent inn til starfsmannasviðs fyrir 1. júní, ásamt uppfærðri starfslýsingu. Í stórum einingum þar sem stjórnendur eru margir er gert ráð fyrir að yfirmaður einingarinnar samræmi matið fyrir eininguna alla. Að lokum fer sérstök samræmingarnefnd yfir niðurstöðurnar og er niðurstaða hennar endanleg. Niðurstöður ársmats skulu sendar inn til starfsmannasviðs fyrir 1. júní.

 

Á grundvelli samkomulags vegna stofnasamnings HÍ við FH og KKHÍ með gildistöku 1. janúar 2009.
Bætast 7 stig vegna ársmats við starfs- og hæfnismat 1. september ár hvert.

 

Nánari upplýsingar

  • Samkomulag vegna stofnanasamnings HÍ við Fh og KKHÍ frá 11.12.2008, með gildistöku 1. janúar 2009:.... liður d. Hvert ár í starfi gefur 7 ársmatsstig.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is