Aðalfundur Félags háskólakennara, fimmtudaginn 19. maí 2016

Aðalfundur Félags háskólakennara
haldinn fimmtudaginn 19. maí 2016
Háskólatorgi stofa 101 frá kl. 16:00 – 18:00

Dagská skv. 5. gr. laga:
1. Lögð fram ársskýrsla stjórnar
2. Lagðir fram endurskoðaðir reikningar félagsins.
3. Ákveðið árgjald, sbr. 7. grein.
4. Tillögur um lagabreytingar. 
5. Kosin stjórn, sbr. 9. grein.
6. Kosin kjörnefnd, sbr. 9. grein.
7. Kosnir tveir skoðunarmenn reikninga.
8. Kosin samninganefnd, sbr. 10. grein.
9. Önnur mál.

3. Árgjald
Tillaga stjórnar Félags háskólakennara:
Stjórn Félags háskólakennara leggur til að árgjald verði óbreytt.

4. Tillögur um lagabreytingar:

Tillaga stjórnar Félags háskólakennara á breytingu á sjöundu grein laga:

Greinin var: "Árgjald félagsmanna skal ákveðið á aðalfundi ár hvert.  Heimilt er stjórn að endurgreiða félagsmanni árgjald allt að 10 ár aftur tímann vegna tímabundins launamissis eða annarra fjárhagslegra ástæðna."

Greinin verði: "Félagsgjald félagsmanna skal ákveðið á aðalfundi ár hvert.  Heimilt er stjórn að endurgreiða félagsmanni félagsgjöld allt að 10 ár aftur tímann vegna tímabundins launamissis eða annarra fjárhagslegra ástæðna."

Tillaga stjórnar Félags háskólakennara á breytingu á fimmtu grein þriðja tl. laga:

Greinin var: "Ákveðið árgjald, sbr. 7. grein."

Greinin verði: "Ákveðið félagsgjald, sbr. 7. grein."

5. Stjórn
Að tillögu kjörnefndar eru eftirtaldir í kjöri:

Formaður til eins árs:
Michael Dal, dósent menntavísindasvið.

Meðstjórnendur til tveggja ára:
Helgi Áss Grétarsson, dósent lagadeild.
Hulda Þórisdóttir, lektor stjórnmálafræðideild.
Íris Davíðsdóttir, verkefnastjóri VON.
María Ásdís Stefánsdóttir, vefstjóri markaðs- og samskiptasviðs.

9. Önnur mál
Stjórn Félags háskólakennara leggur til viðbót á orðalagi 8. greinar reglna um kjaradeilusjóð, sem yrði 2. mgr.

Greinin verði:
Heimilt er að greiða úr sjóðnum kostnað vegna undirbúnings og framkvæmdar verkfalla, þó ekki venjulegan samningskostnað né þóknun fyrir verkfallsvörslu.  Einnig er heimilt að styrkja önnur stéttarfélög sem eiga í kjaradeilum eða styrkja aðrar aðgerðir sem tengjast kjaradeilum.

Ennfremur er heimilt að greiða úr sjóðnum til að styrkja rekstrargrundvöll Starfsþróunarsjóðs Félags háskólakennara (SFH) skv. bókun 4 í kjarasamningi félagsins annars vegar og fjármálaráðherra hins vegar, dags. 16. nóvember 2015.“

Stjórn Félags háskólakennara leggur fram eftirfarandi tillögu um stofnfé til Starfsþróunarsjóðs (SFH):

Stjórn Félags háskólakennara leggur til að lagt verði til stofnfé í nýjan Starfsþróunarsjóð Félags háskólakennara (SFH), sem samið var um í kjarasamningi félagsins og fjármálaráðherra dags. 16. nóvember 2015.

Lagt er til að kr. 22.000.000 verði varið úr kjaradeilusjóði félagsins í stofnfé í Starfsþróunarsjóð Félags háskólakennara (SFH).“

 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is