Félagsfundur 16. júní nk. kl. 12 - 13 í stofu HT:105

Stjórn Félags háskólakennara hefur samþykkt að láta gera úttekt á kostum þess og göllum ef akademískir starfsmenn félagsins sameinuðust Félagi prófessora við ríkisháskóla. 

Forsaga málsins er sú að töluverð umræða hefur verið meðal félagsmanna þeirra sem eru akademískt ráðnir hvort ekki væri ástæða til þess að allir akademískir félagsmenn væru í sama stéttarfélagi.  Með því móti væri auðveldara að vinna að sameiginlegum hagsmunum þeirra.  Í umræðunni hafa verið sett fram ýmis rök og sjónarmið, bæði með og á móti sem nauðsynlegt er að kryfja til mergjar.

Stjórn Félags háskólakennara ákvað því að láta gera óháða úttekt á efninu sem væri hægt að leggja fyrir alla félagsmenn til að auðvelda ákvarðanatöku t.d. kosning um eitt félag, ef til hennar kæmi. 

Aðalfundur félagsins dags. 16. maí sl. ákvað að boðað skyldi til almenns félagsfundar um málið í júní  þar sem ætlunin er að kynna málið, fara yfir þau tilboð sem félaginu hefur borist og samþykkja verðtilboð en félaginu er ekki heimilt að samþykkja kostnað á borð við þennan án heimildar félagsfundar.

Boðað er til félagsfundar föstudaginn 16. júní kl. 12 – 13, í stofu HT:105.

Vonast er til þess að sem flestir sjái sér fært að mæta.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is