Sumarútleiga orlofshúsa BHM 2018

Sumarútleiga 2018 (með fyrirvara um breytingar)

Opnað var fyrir umsóknir til sumarútleigu árið 2018 þann 1. febrúar síðastliðinn.

Útleigutímabilið er frá 15. júní til og með 24. ágúst.

 

Umsóknarfrestur rennur út að miðnætti þann 2. apríl og stefnt er á að úthlutun klárist þann 3. apríl.

Eftir að úthlutun á sér stað þá hafa þeir sjóðsfélagar sem fá úthlutað orlofshúsi í sumarleigu tvær vikur til að ganga frá greiðslu, til 17. apríl (greiðslufrestur rennur þá út að miðnætti 16. apríl).

Eftir það þá opnast bókunarvefur í sex daga* (frá 17. til og með 22. apríl) EINUNGIS fyrir þeim sem sóttu um en fengu ekki úthlutað og þeim sem greiddu ekki á réttum tíma. Þá gildir reglan, fyrstur kemur fyrstur færATH. að alltaf er opnað fyrir bókanir kl. 09:00.

 

Þann 25. apríl** kl. 09:00 verða eftirfarandi hlutir settir á bókunarvef:

Sumarhúsum sem ekki var úthlutað.

Flakkarahúsin (þeim er ætlað að auka möguleika þeirra sem eiga fáa punkta til að fá orlofshús að sumri. Þetta virkar þannig að einu húsi í hverjum landshluta er haldið frá og unnt er að leigja það eina viku. Húsin eru í Aðaldal, Brekkuskógi, Hraunvéum og Miðhúsum).



Tímabilið 8.-15 júní og 24. - 31. ágúst 2018 (sem eru vikunar fyrir og eftir sumarútleigutímabil). 
Þá gildir reglan fyrstur kemur fyrstur fær.

 

ATH. Verði minniháttar breytingar á því sem kemur fram hér á að ofan verður tilkynnt um þær breytingar á vefnum bhm.fritimi.is undir dálknum „Tilkynningar“. Verði meiriháttar breytingar á þessum upplýsingum fá sjóðsfélagar póst um slíkt. 

 

*Í ný útgefnu Orlofsblaði stendur að þessi tími eigi að vera vika en það er rangt, sá dagafjöldi sem stendur hér er réttur.

**Í ný útgefnu Orlofsblaði stendur 23. apríl en sú dagsetning er röng, sú dagsetning er hér stendur gildir)

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is