Aðalfundur Félags háskólakennara 16. maí 2019

Á aðalfundi Félags háskólakennara sem haldinn var 16. maí 2019 voru eftirtaldir kosnir í stjórn félagsins:

Formaður til eins árs:

Michael Dal, dósent við Menntavísindasvið, deild faggreinakennslu.

Meðstjórnendur til tveggja ára:

Baldvin M. Zarioh, stjórnsýsla, Vísinda- og nýsköpunarsviði.

Berglind Eva Benediktsdóttir, dósent við Heilbrigðisvísindasvið, Lyfjafræðideild.

Guðmundur Ingi Guðmundarsson, stjórnsýsla, Landsbókasafn-háskólabókasafn.

Í kjörnefnd voru kosnir:

Kristín Harðardóttir.

Sverrir Guðmundsson.

Sigríður Jónsdóttir.

Skoðunarmenn reikninga voru kosnir:

Sigríður Jónsdóttir.

Reynir Örn Jóhannsson.

Á aðalfundinum var eftirfarandi ályktun samþykkt:

„Aðalfundur Félags háskólakennara dags. 16. maí 2019 ályktar eftirfarandi: Stundakennarar sem kenna 400 kennslustundir eða fleiri á ári geta réttilega talist kennarar við Háskóla Íslands. Félag háskólakennara mælist því til að þessum einstaklingum verði boðin staða aðjúnkts II samhliða ráðningu og aðild að stéttarfélagi Félags háskólakennara. Slíkt fyrirkomulag mun tryggja þeirra vinnuvernd og rétt.“ 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is