Aðalfundur Félags háskólakennara 2020, 13. maí kl. 15, í stofu HT-102

Aðalfundur 2020

Félags háskólakennara, félag háskólamenntaðra starfsmanna Háskóla Íslands og tengdra stofnana.

verður haldinn miðvikudaginn 13. maí nk., kl. 15:00

á Háskólatorgi stofa HT-102

_____________________________________________________________

Dagskrá:

  1. Lögð fram ársskýrsla.
  2. Lagðir fram endurskoðaðir reikningar félagsins.
  3. Ákveðið félagsgjald og hlutdeild félagsgjalda í kjaradeilusjóð sbr. 3. gr. reglna um sjóðinn.
  4. Tillögur um lagabreytingar, ef fram koma.
  5. Kosin stjórn, sbr. 8. grein.
  6. Kosin kjörnefnd, sbr. 8. grein.
  7. Kosnir tveir skoðunarmenn reikninga.
  8. Önnur mál.

8. grein laga félagsins er svohljóðandi:

„Stjórn félagsins skal skipuð sjö mönnum, formanni, varaformanni, ritara, gjaldkera og þremur meðstjórnendum, sem kjörnir eru skriflega, ef þess er óskað.  Formann skal kjósa sérstaklega, en að öðru leyti skiptir stjórnin með sér verkum.  Stjórnarkjöri skal haga þannig, að árlega sé kosinn formaður og þrír stjórnarmenn.  Er formaður kjörinn til eins árs, en stjórnarmenn til tveggja ára.

Á aðalfundi skal kjósa þriggja manna kjörnefnd, sem starfar til loka næsta aðalfundar.  Tilkynningar um framboð til stjórnar skulu berast kjörnefnd eigi síðar en 2 vikum fyrir aðalfund.  Hafi eigi borist næg framboð skal kjörnefnd hlutast til um að afla nauðsynlegs fjölda framboða.  Framboð til stjórnar sem kosið er um á aðalfundi skal birtast með fundarboði aðalfundar.“

Á aðalfundi 2019 voru eftirtaldir  kjörnir í stjórn félagsins til tveggja ára:

Baldvin Zarioh, deildarstjóri á Vísinda- og nýsköpunarsviði, 

Berglind Eva Benediktsdóttir, dósent Lyfjafræðideild,

Guðmundur Ingi Guðmundsson, Landsbókasafn - háskólabókasafn.

Stjórn Félags háskólakennara óskar eftir framboðum til stjórnar og minnir á að tilkynningar um framboð skulu berast kjörnefnd eigi síðar en 2 vikum fyrir aðalfund (29. apríl nk.).

Í kjörnefnd sitja:

Sverrir Guðmundsson, verkefnastjóri Vísinda- og nýsköpunarsviði, sími 525-4352, sverrirg@hi.is

Kristín Harðardóttir, forstöðumaður Menntavísindastofnunar, sími 525-4165, krishar@hi.is

Sigríður Jónsdóttir, fræðimaður Raunvísindastofnun, sími 525-4802, sigga@hi.is

Vakin er athygli á því að lagabreytingatillögum skal skilað til stjórnar eigi síðar en tveimur vikum fyrir aðalfund (29. apríl nk.).

 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is