Matar- og kaffitímar

Vinnuvika dagvinnumanna í fullu starfi er 40 stundir eða 8 stundir á dag, mánudaga- föstudaga.

Matartími, 30 mínútur, skal vera á tímabilinu kl. 11:30 - 13:30 og telst hann ekki til vinnutíma, þ.e. er ólaunaður.

Á venjulegum vinnudegi skulu vera tveir kaffitímar, 15 mínútur og 20 mínútur og teljast þeir til vinnutímans, þ.e. eru launaðir og eru innifaldir í 8 stunda vinnudegi. Virkur vinnutími á dag er þannig 8 stundir að frádregnum kaffitímunum tveimur eða 7 stundir og 25 mínútur (7,4169 klst.).

Heimilt er að lengja, stytta eða fella niður matartíma með samkomulagi stofnunar og einfalds meirihluta starfsmanna sem málið varðar.

Tekið skal tilliti til kaffitíma við útreikning á starfshlutfalli hlutavinnufólks. Starfsmaður sem ráðinn er t.d. til vinnu kl. 12 - 16 án hádegishlés 5 daga vikunnar á vinnustað þar sem báðum kaffitímum hefur verið sleppt, vinnur þannig 54% af fullu starfi eða 4 stundir á dag af 7,4167 stundum.

Sjá fleiri dæmi:

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is