Meðallaun dagvinnu og stig 2007 og 2008

Hér er að neðan eru töflur á pdf sniði sem sýna meðallaun og stigafjölda frá 1. september 2008Útskýringar á hugtökum sem notuð eru í töflunum:
Miðgildi: helmingur svarenda er með lægri laun en miðgildið segir til um og helmingur með hærri laun.

1. fjórðungs mörk (1. fj. mörk): fjórðungur svarenda er með þau laun sem birtast í dálkinum eða lægri og er þá 75% svarenda með hærri laun.

3. fjórðungs mörk: fjórðungur svarenda er með þaun laun sem tilgreind eru í dálkinum eða hærri en 75% svarenda eru með lægri laun.

Meðaltal getur verið villandi þegar fáir launþegar innan hópsins eru með miklu hærri eða lægri laun en meginþorri hópsins. Miðgildi er þá oft betri mælikvarði á laun í hópnum.

Launadreifing

Á grundvelli meðaltals, miðgildis, 1.fj marka og 3.fj marka má meta launadreifingu með eftirfarandi hætti:

Því breiðara sem bilið er á milli 1.fj. marka, miðgildis og 3.fj. marka, því meiri dreifing er á launum viðkomandi hóps. Því breiðara sem bilið er má segja að erfiðara sé að gera sér grein fyrir hvaða laun eru algengust í viðkomandi hópi. Aftur á móti eru launin einsleitari í hópnum eftir því sem bilið milli þessara talna er þrengra og er þá auðveldara að gera sér grein fyrir á hvaða bili algengast er að laun eru í viðkomandi hópi.

Ef meðaltal er hærra en miðgildi eru að öllum líkindum nokkrir svarendur í hópnum sem eru með töluvert hærri laun en meginþorri hópsins og hífa þannig meðaltalið upp. Ef meðaltalið er lægra en miðgildið eru að öllum líkindum nokkrir svarendur sem eru með töluvert lægri laun en meginþorri hópsins og draga þannig meðaltalið niður. Ef miðgildi og meðaltal eru á svipuðum slóðum má segja að ákveðið jafnvægi ríki í launadreifingu hópsins.
(skýringatexti fenginn til afnota með góðfúslegu leyfi VR)


Hér er að neðan eru töflur á pdf sniði sem sýna meðallaun og stigafjölda frá 1. september 2007 Meðallaun og stigafjölda frá 1. september 2006 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is