Námsleyfi starfsmanna í stjórnsýslustörfum

Grein 10.1.2 í kjarasamningi, endurmenntun, framhaldsnám

Starfsmaður sem unnið hefur í 4 ár hjá sömu stofnun á rétt á leyfi til að stunda endurmenntunar/framhaldsnám enda sé það í samræmi við endurmenntunar/starfsþróunaráætlun viðkomandi stofnunar eða starfsmanns sé hún til staðar. Í leyfinu skal starfsmaður halda reglubundnum launum sbr. skilgreiningu í gr. 12.2.6  í kjarasamningi. Starfsmaður ávinnur sér tveggja vikna leyfi á hverju ári. Þó getur uppsafnaður réttur aldrei orðið meiri en 6 mánuðir og greiðist ekki út við starfslok. Heimilt er að veita skemmri eða lengri námslefyi á skemmra eða lengra árabil. Heimilt er að greiða ferða- og dvalarkostnað samkvæmt 5. kafla kjarasamningsins.

Umsóknarferlið:

  • Umsókn um leyfi frá störfum til að stunda nám eða starfs- og endurmenntun skal skilað til starfsmannasviðs (ásamt afriti til Félags háskólakennara). Sviðið metur m.a. fjölda vikna sem starfsmaður hefur áunnið sér til námsleyfis og forsendur starfseiningarinnar til að leyfa starfsmanni að fara í námsleyfi (sjá nánar í reglum um námsleyfi).
  • Reglur um námsleyfi október 2017
  • Sé niðurstaða þessa mats jákvæð skilar starfsmaður umsókn sinni ásamt umsögn starfsmannasviðs til yfirmanns viðkomandi stjórnunareiningar eða formanns stjórnar stofnunar eftir því sem við á. 
  • Umsóknarfrestur er til 1. nóvember fyrir leyfi sem áætlað er á næsta almanaksári.

Sáttmálasjóður veitir ferðastyrk

Sjá reglur SFH

Sjá einnig starfsmenntunarsjóð BHM

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is