Framgangur akademísksk starfsfólks

Framgangur akademísks starfsfólks

Fjallað er um framgang akademísks starfsfólks við Háskóla Íslands í reglum um framgang akademísks starfsfólks við Háskóla Íslands, nr. 1300/2020sem tóku gildi 1. febrúar 2021.

Lektor, dósent, sérfræðingur eða fræðimaður getur óskað eftir framgangi í starfi. Markmið framgangskerfisins er að hvetja akademískt starfsfólk til virkni og árangurs í starfi sínu við Háskóla Íslands. Til þess að hljóta framgang í næsta starfsheiti þarf umsækjandi að hafa náð tilteknum lágmarksfjölda stiga í Matskerfi opinberra háskóla, sbr. töflur 1 og 2 í 7. gr. reglnanna. Umsækjandi um framgang þarf einnig að hafa gegnt starfi í lægra starfsheitinu (eða sambærilegu starfi) í a.m.k. samanlagt þrjú ár þegar framgangur er veittur. Með umsókn um framgang skal fylgja staðfesting mannauðsstjóra viðkomandi fræðasviðs á því að umsækjandi uppfylli framangreindar lágmarkskröfur þ.e. árafjölda í starfi og lágmarks stigafjölda. Umsækjandi skal óska eftir slíkri staðfestingu fyrir 1. október.

Framgangur er veittur einu sinni á ári (sjá þó hér neðar um flýtiframgang). Samkvæmt reglum skal sækja um framgang í síðasta lagi 1. nóvember en framgangur tekur gildi frá og með 1. júlí næsta ár á eftir.

---------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

Umsóknarferli

Umsóknarferli er sem hér segir:

  • Umsækjandi aflar staðfestingar um stig sín og starfstíma í núverandi starfi hjá mannauðsstjóra fræðasviðs fyrir 1. október.
  • Sótt er um framgang á þessu eyðublaði til Vísinda- nýsköpunarsviðs í síðasta lagi 1. nóvember.
  • Dómnefnd fræðasviðs metur umsókn og gefur Framgangs- og fastráðningarnefnd Háskóla Íslands álit um hvort veita skuli framgang (fyrir 1. mars). Mæli dómnefnd ekki með framgangi er umsækjanda veittur 14. daga frestur til að koma að andmælum sínum.
  • Framgangs- og fastráðningarnefnd Háskóla Íslands, að fengnu áliti dómnefndar, gerir tillögu til rektors um hvort veita beri framgang (eigi síðar en 1. júní). Mæli nefndin ekki með því að framgangur verði veittur er umsækjanda veittur 14 daga frestur til andmæla.
  • Rektor tekur endanlega ákvörðun um hvort framgangur skuli veittur og tilkynnir umsækjendum bréflega um framgang.
  • Framgangur er veittur frá 1. júlí ár hvert. Nýr launaflokkur (ef við á) miðast einnig við þá dagsetningu.

Í 8. gr. reglna nr. 1300/2020 er fjallað um mat á umsóknum um framgang og til hvaða þátta er horft við matið. Ekki er gerð krafa um að umsækjandi uppfylli öll atriði sem þar koma fram en þau eru til viðmiðunar og án forgangsröðunar.

Fylgigögn með umsókn um framgang

Umsókn skal vera á íslensku eða ensku (eftir því sem við á) og skal senda á sérstöku eyðublaði (slóð ofar á síðunni)..

Eftirfarandi gögn skulu fylgja með umsókn eru:

    • Staðfesting um stig og árafjölda í starfi frá mannauðsstjóra fræðasviðs.
    • Greinargerð þar sem gerð er grein fyrir rannsóknum.pdfkennslu.pdfstjórnun.pdf og þjónustu.pdf, sem og framtíðaráformum á þessum sviðum ( tenglarnir eru vísanir í reglur þar sem gerð er grein fyrir umfjöllun um hvern lið).
    • Kennsluferilskrá. Listi yfir kennd námskeið, leiðbiningu nemenda og nefndir (sem tengjast kennslu) sem umsækjandi hefur setið í.
    • Kennslukannanir. Að minnsta kosti fyrir þann tíma sem kennt hefur verið í núverandi starfi.
    • Feril- og ritaskrá.
    • Fjögur til átta valin vísindaverk umsækjanda og upplýsingar um framlag umsækjanda til verkanna þegar um fjölhöfundaverk er að ræða. Skila má færri verkum ef um óvenju umfangsmikil rannsóknaverk er að ræða. Vísindaverkin skulu endurspegla feril umsækjanda.
    • Umsækjandi skal tilgreina fjóra einstaklinga sem samþykkt hafa að veita umsögn um verk hans. Þeir skulu vera viðurkenndir sérfræðingar á sviði umsækjanda og a.m.k. tveir þeirra þurfa að starfa utan Háskóla Íslands. Emeritusar og gestakennarar flokkast hér sem starfandi innan HÍ þótt ekki sé um ráðningarsamband að ræða.

Kröfur um lágmarksstig

Í reglum eru gerðar kröfur um lágmarksstig úr tilteknum flokkum matskerfisins (sjá nánar í framangreindum reglum um framgang). Sjá einnig: Skilgreining aflstiga.pdf

Sérreglur sviða og deilda

Samkvæmt reglum nr. 1300/2020 geta deildir, með samþykki fræðasviðs, skilgreint frekari skilyrði en fram koma í reglunum sem leggja ber til grundvallar við mat á umsóknum um framgang. Fræðasvið geta einnig ákveðið að slíkar reglur skuli gilda um allar deildir fræðasviðsins. Viðkomandi fræðasvið skal leggja reglur fræðasviðs og deilda fyrir háskólaráð til staðfestingar.

Eftirfarandi sérreglur eru í gildi: Reglur læknadeildar Háskóla Íslands um ráðningu og framgang starfsmanna með hæfnisdóm nr. 498/2002

Nefndir

Skipan dómnefnda 

Flýtiframgangur

Rektor er heimilt að veita framgang strax við nýráðningu, svokallaðan flýtiframgang, ef viðkomandi starfsmaður uppfyllir þau skilyrði sem tilgreind eru í 7. og 8. gr. reglna nr. 1300/2020. Flýtiframgang skal þó einungis veita í sambærilegt starfsheiti og viðkomandi starfsmaður hefur áður gegnt eða næsta starfsheiti fyrir ofan, með þeim takmörkunum sem settar eru um lágmarkstíma í hverju starfsheiti samkvæmt 7. gr. reglna nr. 1300/2020 (gildir frá 1. janúar 2022). Um málsmeðferð vegna flýtiframgangs fer að öðru leyti eftir verklagsreglum um framgang akademísks starfsfólks í kjölfar nýráðningar við Háskóla Íslands.

 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is