Veikindaréttur

Ávinnsla:

Við mat á ávinnslurétti starfsmanns skal auk þjónustualdurs hjá viðkomandi launagreiðanda einnig telja þjónustualdur hjá stofnunum ríkis, sveitarfélögum og sjálfseignarstofnunum sem kostnaðar eru að meirihluta til af almannafé.

Starfstími: Fjöldi daga:
0 - 3 mánuði í starfi 14 dagar
Næstu 3 mánuði 35 dagar
Eftir 6 mánuði í starfi 119 dagar
Eftir 1 ár í starfi 133 dagar
Eftir 7 ár í starfi 175 dagar

Við framangreindan rétt bætist auk þess réttur til mánaðarlauna í 13 vikur eða 91 dag ef óvinnufærni stafar af vinnuslysi eða atvinnusjúkdómi.

Starfstími: Fjöldi daga:
Eftir 12 ár í starfi 273 dagar
Eftir 18 ár í starfi 360 dagar

Laun greiðast þó ekki lengur en ráðningu er ætlað að standa.

Greiðslur:

Í fyrstu viku veikinda- og slysaforfalla eða þann tíma sem svarar til einnar viku vinnuskyldu starfsmanna greiðast auk mánaðarlauna, fastar greiðslur svo sem fyrir yfirvinnu. Eftir fyrstu viku veikinda- og slysaforfalla skal einnig greiða meðaltal þeirra yfirvnnustunda sem hann fékk greiddar síðustu 12 mánaðarleg uppgjörstímabil yfirvinnu eða síðustu 12 heilu almanaksmánuðina.

Veikindi barna:

Veikindi barna yngri en 13 ára eru 12 vinnudagar (96 vinnuskyldustundir) á hverju almanaksári.

Veikndi eða slys á vinnustað/á leið til vinnu:

Ef um er að ræða veikindi eftir slys í vinnu eða slys á leið til vinnu, eru laun óbreytt frá upphafi veikinda.

Starfshæfnisvottorð:

Starfshæfnisvottorði þarf að framvísa ef veikindi vara lengur en 1 mánuð.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is