Samþykkt ályktun á aðalfundi Félags háskólakennara, 11. maí 2023

”Aðalfundur Félags háskólakennara 11. maí 2023 ályktar að öllu akademísku starfsfólki skuli standa til boða einkaskrifstofur sem tryggja gott næði fyrir gagnagreiningu, ritstörf, kennslu og meðferð viðkvæmra upplýsinga.  Háskóli Íslands skal taka til fullra varna gegn stjórnvöldum fari þau fram á að vinnuaðstaða starfsfólks sé skert, enda gangi stofnunin út frá því að hún sé sjálfráða um tilhögun húsnæðis síns, þar sem Háskólaráð fer með fyrirsvar með 60% hluta í Fasteignum Háskóla Íslands ehf. ”

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is