Ályktun stjórnar Félags háskólakennara vegna mögulegar endurskoðunar á fastlaunasamningum.

 

                                                                                                                                  3. febrúar 2023

Frá stjórn Félags háskólakennara

Í fundargerð háskólaráðs frá 12. janúar 2023 var rætt um fjárlög ársins 2023 og þá staðreynd að öllu óbreyttu muni Háskólinn ekki skila hallalausum rekstraráætlunum vegna ársins 2023. Þar voru lagðar fram og samþykktar tillögur frá fjármálanefnd HÍ sem viðbrögð við stöðunni. Ein af þeim tillögum sem var samþykkt var að endurskoða fastlaunasamninga starfsfólks „ef tilefni er til“.

Þrátt fyrir að stjórn Félags háskólakennara sýni því ákveðin skilning að hart sé í ári m.a. vegna þess að framlög til háskólans hafa ekki náð sambærilegri fjármögnun og háskólar á Norðurlöndum, mótmælir stjórn félagsins því harðlega að ein af lausnum á þeim vanda sé að skerða launakjörum starfsfólks. Samningar um fasta yfirvinnu eru meðal annars til að mæta viðveru utan hefðbundins vinnutíma s.s. vegna vinnu við UT messu, Háskóladaginn og lengri viðveru á álagstímum eins og við ársuppgjör og á prófatímabilum.

Starfsfólk hefur sýnt fádæma þrautseigju í að láta starfsemi skólans ganga upp í erfiðri stöðu, m.a. í gegnum heimsfaraldur og mörg lagt á sig mikla vinnu vegna þessa. Álag á starfsfólk hefur síaukist undanfarin ár sem m.a. sýnir sig í því að langtímaveikindi hafa aukist svo um munar.

Það að seilast í fastlaunasamninga starfsfólks eru því kaldar kveðjur til starfsfólks.

Fh. stjórnar Félags háskólakennara,

Baldvin Zarioh, formaður.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is