Frestun orlofs um eitt ár, eða til 30. apríl 2024

Náðst hefur samkomulag milli opinberra launagreiðenda og heildarsamtaka opinberra starfsmanna um að framlengja heimild til frestunar á niðurfellingu orlofs um eitt ár, eða til 30. apríl 2024

Fresturinn er veittur vegna utanaðkomandi aðstæðna á samningstímanum. Orlofið getur að hámarki verið 60 dagar. Eftir 30. apríl 2024 fellur eldra orlof niður.

Vinnuveitandi ber ábyrgð á að skipuleggja orlofstöku starfsfólks síns að teknu tilliti til óska þess eins og unnt er vegna starfseminnar.

Því þurfa atvinnurekendur að:

  • Upplýsa starfsfólk um stöðu orlofs.
  • Hvetja starfsfólk til að senda inn orlofsóskir hafi það nú þegar ekki verið gert.
  • Ákveða sumarorlof starfsfólks fyrir 31. mars nema sérstakar aðstæður hamli.
  • Gera tímasettar áætlanir um úttekt uppsafnaðs orlofs hjá þeim sem það á við.

Eftir sem áður er lögð áhersla á mikilvægi þess að starfsfólk taki orlof sér til hvíldar og endurnæringar en safni því ekki upp.

 

https://www.bhm.is/greinar/log-um-orlof

 

 
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is