Fundur háskólafélagana á norðurlöndum á Íslandi

Hinn árlegi fundur háskólafélagana á norðurlöndum var haldinn dagana 12.-14. júní síðast liðinn á Hótel Örk í Hveragerði. Félag prófessora við ríkisháskóla (FPR) og Félag háskólakennara (FH) stóðu að skipulagningu fundarins að þessi sinni. Þátttakendur voru 32 talsins. Auk Íslands, tóku þátt fulltrúar frá Danmörku, Finnlandi, Noregi og Svíþjóð. Frá Íslandi voru fulltrúar frá FPR, FH og Félagi háskólakennara á Akureyri eða samtals 15 manns.

Dagskrá fundarins var fjölbreytt, áhugaverð og umræður mjög gefandi. Rætt var meðal annars um launasetningu háskólafólks, vinnumatskerfi háskólakennara, gerð kjarasamninga, mismunandi kennsluaðferðir, breytingar á starfsumhverfi og ýmislegt fleira. Þá kynntu félögin starfsemi sína. 

Áður en lagt var af stað til Hveragerðis var mótttaka á Bessastöðum þar sem forseti Guðni Th. Jóhannesson sagði frá sögu staðarins, starfseminni og fleira áhugavert sem var einstaklega fróðlegt og ánægjulegt.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is