Aðalfundur Félags háskólakennara 2022
Aðalfundur 2022, Félags háskólakennara, félag háskólamenntaðra starfsmanna Háskóla Íslands og tengdra stofnana, verður haldinn miðvikudaginn 25. maí 2022, frá kl. 12 - 14 í Öskju stofa N – 132
- Ársskýrsla lög fram
- Endurskoðaðir reikningar félagsins lagðir fram
- Félagsgjald ákveðið og hlutdeild félagsgjalda í kjaradeilusjóð sbr. 3. gr. reglna um sjóðinn
- Tillögur um lagabreytingar, ef fram koma
- Kosin stjórn, sbr. 8. grein
- Kosin kjörnefnd, sbr. 8. grein
- Kosnir tveir skoðunarmenn reikninga
- Önnur mál
3. Félagsgjald ákveðið
Tillaga stjórnar Félags háskólakennara á aðalfundi 25. maí 2022:
Stjórn Félags háskólakennara leggur til að félagsgjald verði óbreytt frá því sem verið hefur, eða 0,55% af heildarlaunum og hlutdeild þess í kjaradeilusjóði áfram 9,1%.
4. Tillögur um lagabreytingar
Stjórn Félags háskólakennara leggur til meðfylgjandi lagabreytingatillögur.
2. tl. 5. gr. laga um dagskrá aðalfundar verði:
„2. Lagðir fram reikningar félagsins.“
Greinin í núverandi lögum hljóðar svo: „2. Lagðir fram endurskoðaðir reikningar félagsins“
Hér er lagt til að orðið „endurskoðaðir“ falli niður. Rökin fyrir því eru vegna tilkomu nýrra staðla í lögum um endurskoðendur og endurskoðun.
5. Stjórn kosin, sbr. 8. grein.
Samkvæmt bréfi kjörnefndar til stjórnar félagsins, dags. 12. maí 2022
Formaður til eins árs:
Baldvin M. Zarioh, deildarstjóri Vísinda- og nýsköpunarsviði.
Meðstjórnendur til tveggja ára:
- Ármann Höskuldsson, vísindamaður við jarðvísindastofnun.
- Íris Davíðsdóttir, rekstrarstjóri við Raunvísindastofnun.
- Jóna Margrét Ólafsdóttir, lektor við Félagsráðgjafardeild.
- Sævar Ingþórsson, dósent við Hjúkrunarfræðideild.
Fulltrúi launþega á styrk til eins árs:
Pontus Erik Gunnar Järvstad, doktorsnemi við Hugvísindasvið.
6. Kosin kjörnefnd, sbr. 8. grein.
Tillaga stjórnar Félags háskólakennara á aðalfundi 25. maí 2022:
- Kristín Harðardóttir
- Sverrir Guðmundsson
- Sigríður Jónsdóttir
7. Kosnir tveir skoðunarmenn reikninga.
Tillaga stjórnar Félags háskólakennara á aðalfundi 25. maí 2022
- Sigríður Jónsdóttir
- Reynir Örn Jóhannsson
8. Önnur mál