Trúnaðarmenn

Félagsmenn velja trúnaðarmenn til tveggja ára í senn, sbr. lög um kjarasamninga opinberra starfsmanna nr. 94/1986 og samkomulag milli BHM og fjármálaráðherra dagsett þann 9. janúar 1989. 

Trúnaðarfólk Félags háskólakennara 2023-2025

Vinnustaður

Nafn Fyrir hönd Tímabil Netfang
Árnastofnun Gísli Sigurðsson Árnastofnunar 29.11.2022 – 29.11.2024 gisli.sigurdsson@arnastofnun.is
Árnastofnun Halldóra Jónsdóttir Árnastofnunar 29.11.2022 – 29.11.2024 halldora.jonsdottir@arnastofnun.is
Árnastofnun Steinunn Aradóttir Árnastofnunar 29.11.2022 – 29.11.2024 steinunn.aradottir@arnastofnun.is
Háskóli Íslands Ármann Höskuldsson VON og stjórn Fh 25.05.2022 – 25.05.2024 armh@hi.is
Háskóli Íslands Baldvin Zarion Miðl. stjórns. og stjórn Fh 25.05.2023 – 25.05.2024 bmz@hi.is
Háskóli Íslands Íris Davíðsdóttir VON og stjórn Fh 25.05.2022 – 25.05.2024 irisd@hi.is
Háskóli Íslands Jens Guðmundur Hjörleifsson VON og stjórn Fh 20.05.2021 – 20.05.2023 jensgh@hi.is
Háskóli Íslands Jóna Margrét Ólafsdóttir FVS og stjórn Fh 25.05.2022 – 25.05.2024 jona@hi.is
Háskóli Íslands Arngrímur Vídalín Stefnánsson MVS og stjórn Fh 25.05.2023 – 25.05.2024 arngrimurv@hi.is
Háskóli Íslands Íris Hrönn Guðjónsdóttir VON og stjórn Fh 25.05.2023 – 25.05.2024 irishg@hi.is
Háskóli Íslands Haukur Logi Karlsson FVS og stjórn Fh 25.05.2023 – 25.05.2024 hlk@hi.is
Háskóli Íslands Kolbeinn Hólmar Stefánsson FVS 05.01.2023 – 05.01.2024 kolbeinn@hi.is
Háskóli Íslands Ólöf Júlíusson FVS 05.01.2023 – 05.01.2024 olofj@hi.is
Háskóli Íslands Þórunn Aðalheiður Hjelm FVS 05.01.2023 – 05.01.2025 thorunnhjelm@hi.is
Háskóli Íslands Berglind Hálfdánsdóttir HVS 02.12.2022 – 02.12.2024 berglindh@hi.is
Háskóli Íslands Sigríður Jónsdóttir VON 30.11.2018 – 30.11.2020 sigga@hi.is
Háskóli Íslands Kristjana Mjöll Sigurðardóttir Náms- og starfsráðgjöf 28.11.2018 – 28.11.2020 kms@hi.is
Háskóli Íslands Finnur Þorgeirsson UTS 02.02.2018 – 02.02.2020 fth@hi.is
Háskóli Íslands Ragný Þóra Guðjohnsen MVS 18.11.2022 – 18.11.2024 ragny@hi.is
Keldur Sigríður Hjartardóttir Keldna 22.01.2018 – 22.01.2022 sigrhj@hi.is
Landsbókasafn Hilma Gunnarsdóttir Landsbókasafns 18.02.2020 – 18.01.2022 hilma.gunnarsdottir@landsbokasafn.is
         

Trúnaðarmaður er tengiliður stéttarfélagsins við vinnustaðinn

  • Trúnaðarmaður er vel að sér í kjarasamningum félagsins og hefur eftirlit með að kjarasamningar og önnur réttindi séu virt.
  • Trúnaðarmaðurinn upplýsir stéttarfélagið um helstu mál sem væru til hagsbóta fyrir vinnustaðinn í kjaralegu tilliti. 

Val trúnaðarmanna skal tilkynna vinnuveitanda og stéttarfélagi þegar í stað. Hér má nálgast viðeigandi eyðublað.

Félagsmenn eru hvattir til að hafa samband við trúnaðarmann sinn um þau mál er snerta kjarasamning og almenn réttindamál. Veita skal trúnaðarmönnum upplýsingar um nýja starfsmenn sem taka laun samkvæmt kjarasamningum viðkomandi stéttarfélags og benda skal nýjum starfsmönnum á hver er trúnaðarmaður viðkomandi stéttarfélags á vinnustaðnum. 

Trúnaðarmenn, réttarstaða og hlutverk

Helstu hlutverk trúnaðarmanns eru þessi:

  • Hafa eftirlit með því að atvinnurekandi fari eftir ákvæðum kjarasamnings og laga um starfskjör og réttindi starfsmanna og grípa til nauðsynlegra aðgerða ef þörf er á.
  • Meta hvaða ákvæði kjarasamninga og reglna er æskilegt að breyta til að bæta kjör eða draga úr vanda við framkvæmd og gera stéttarfélaginu grein fyrir því, m.a. þegar staðið er að undirbúningi undir kröfugerð vegna kjarasamninga.
  • Taka við umkvörtunum starfsmanna og vera talsmaður þeirra gagnvart atvinnurekanda. Trúnaðarmaður skal gefa starfsmanni og stéttarfélagi skýrslu um hvað atvinnurekandi er sakaður um að hafa brotið af sér, hver séu viðbrögðin og hver séu málalok. Aðstoða félagið áfram við málið sé þess þörf.
  • Vera fulltrúi stéttarfélagsins á vinnustað, sjá um að koma boðum frá félagsmönnum til félagsins og frá félaginu til félagsmanna. Kynna félagsmönnum stefnu stéttarfélagsins og verkefni hverju sinni.
  • Taka á móti nýjum starfsmönnum, kynna þeim starfskjör og réttindi og kynna þeim stéttarfélagið og starfsemi þess.
  • Fylgjast með framkvæmd atvinnurekanda út frá jafnréttislögum.

Sjá einnig: Lög um kjarasamninga opinberra starfsmanna nr. 94/1986

Trúnaðarmenn teljast þeir skv. lögum (nr. 80/1938 um stéttarfélög og vinnudeilur og lögum nr. 94/1986) sem uppfylla skilyrði þessara laga að kallast trúnaðarmenn. Í 28. gr. l. nr. 94/1986 er fjallað um þetta og þar segir að kjósa megi trúnaðarmann á hverri vinnustöð þar sem starfa a.m.k. fimm og þar sem starfa 50 eða fleiri má kjósa tvo. Trúnaðarmaður telst ekki fá réttarstöðu og lögbundna vernd trúnaðarmanns nema að kosning hans hafi verið tilkynnt vinnuveitanda skriflega og sannanlega:

  • Á hverri vinnustöð þar sem a.m.k. fimm menn vinna er starfsmönnum heimilt að kjósa úr sínum hópi einn trúnaðarmann. Á vinnustöð þar sem fimmtíu menn eða fleiri vinna má kjósa tvo trúnaðarmenn. Trúnaðarmenn skal kjósa til tveggja ára í senn. Val trúnaðarmanna skal tilkynna vinnuveitanda og stjórn stéttarfélags þegar í stað.
  • Heimilt er að kjósa trúnaðarmenn fyrir félagssvæði eða hluta þess vegna starfsmanna á vinnustöðvum sem ekki uppfylla skilyrði um lágmarksfjölda.
  • Heimilt er einstökum félögum að semja um aðra skipan á vali trúnaðarmanna en að framan greinir.

Samkvæmt Samkomulagi um trúnaðarmenn milli fjármálaráðherra og BHM(R) fyrir hönd aðildarfélaganna eru samningamenn stéttarfélaga trúnaðarmenn í merkingu laga nr. 94/1986. Fulltrúar stéttarfélags í samstarfsnefnd teljast samningamenn og þar með trúnaðarmenn félagsins. Í bókunum með kjarasamningum 1997 um nýtt launakerfi var áréttað sérstaklega að fulltrúar félaganna í aðlögunar-, úrskurðar- og samstarfsnefndum teldust trúnaðarmenn og nytu sömu réttinda og þeir.

Trúnaðarmenn njóta ákveðinna réttinda og ákveðinnar verndar skv. 28.-30. gr. laga nr. 94/1986 um kjarasamninga opinberra starfsmanna.

  1. Trúnaðarmaður nýtur sérstakrar verndar skv. lögum:
    a. Hann skal í engu gjalda þess í starfi eða á annan hátt að hann hafi valist til trúnaðarstarfa (2. mgr. 30. gr. l. nr. 94/1986).
    b. Ekki má lækka trúnaðarmann í launum á meðan hann gegnir trúnaðarstarfi sínu (3. mgr. 30. gr. l. nr. 94/1986).
    c. Hann situr að öðru jöfnu fyrir um að halda vinnunni ef hann er ráðinn með ótímabundinni ráðningu (4. mgr. 30. gr. l. nr. 94/1986).
  2. Trúnaðarmaður hefur rétt til þess að rækja skyldur sínar á vinnutíma (sbr. 4. mgr. 29. gr.). Þetta felur í sér að trúnaðarmaður á að geta undirbúið sig og sótt fundi á greiddum vinnutíma.
  3. Trúnaðarmaður á rétt á því að hafa aðstöðu á vinnustað til að rækja skyldur og hlutverk sitt (sbr. 5. mgr. 29. gr.). Þetta felur í sér að hann á að geta fundað á vinnustað með starfsmönnum vegna erinda þeirra eða til að bera mál undir þá í kaffitímum eða við lok vinnudags. Hann á einnig rétt á nauðsynlegri skrifstofuaðstöðu og aðgangi að síma o.þ.h. ef hlutverk hans gerir kröfu til slíks.
  4. Trúnaðarmaður á rétt á því að sækja námskeið og fundi á vegum stéttarfélagsins í allt að eina viku á ári (sbr. 3. gr. Samkomulags um trúnaðarmenn).

Trúnaðarmenn á vinnustað njóta því aðeins ákvæða laganna um réttindi og trúnaðarmannavernd að þeir hafi verið tilkynntir hlutaðeigandi atvinnurekanda skriflega og með sannanlegum hætti. Ef um er að ræða fulltrúa í miðlægum samstarfsnefndum ber að tilkynna fulltrúa félagsins til þess vinnuveitanda sem gerir kjarasamninginn, t.d. fjármálaráðherra, en skynsamlegt er að tilkynna það einnig skriflega til forstjóra hlutaðeigandi stofnunar. Ef um er að ræða fulltrúa félags í samstarfsnefnd á stofnun ætti að vera nægjanlegt að tilkynna það skriflega til forstjóra stofnunar.

Samkomulag um trúnaðarmenn hjá ríki, Reykjavíkurborg og ýmissa sjálfseignastofnana

1. grein

Samkvæmt þessu samkomulagi teljast þeir trúnaðarmenn í skilningi laga nr. 94/1986 sem eru:

a) kjörnir trúnaðarmenn skv. 28 grein þeirra laga sbr. einnig 2. gr. þessa samkomulags
b) kjörnir trúnaðarmenn skv. 2. grein þessa samkomulags
c) kjörnir stjórnarmenn stéttarfélaga og heildarsamtaka þeirra
d) kjörnir samninganefndarmenn stéttarfélaganna.

2. grein

Trúnaðarmenn má kjósa fyrir svæði, ef vinnustaðir uppfylla ekki fjöldaskilyrði 1. mgr. 28. gr. laga nr. 94/1986. Trúnaðarmann má kjósa fyrir hverja þrjá vinnustaði þar sem áðurnefnd fjöldaskilyrði eru ekki uppfyllt.

Á þeim vinnustöðum þar sem starfsmenn vinna samkvæmt mismunandi vinnutímakerfum skal þrátt fyrir ákvæði 28. greinar laga nr. 94/1986 kjósa einn trúnaðarmann hið minnsta fyrir hvert vinnutímakerfi.

3. grein

Trúnaðarmönnum skal heimilt að sækja þing, fundi, ráðstefnur og námskeið á vegum stéttarfélagsins í allt að eina viku einu sinni á ári án skerðingar á reglubundnum launum. Þeir sem kjörnir eru í samninganefnd fá leyfi til að sinna því verkefni án skerðingar á reglubundnum launum. Í öllum framangreindum tilvikum skal tilkynna yfirmanni stofnunar með eðlilegum fyrirvara um slíkar fjarvistir.

4. grein

Fjármálaráðherra mun beita sér fyrir því að trúnaðarmenn og stéttarfélög geti haldið vinnustaðafundi enda séu slíkir fundir ekki til verulegs ónæðis fyrir starfsemi eða þjónustu viðkomandi stofnunar.

Fjármálaráðherra mun beita sér fyrir því að starfsmenn geti sótt námskeið um félagsleg málefni sem haldin eru á vegum viðkomandi stéttarfélags eða heildarsamtakanna og fái til þess leyfi frá störfum án skerðingar á reglubundnum launum.

5. grein

Óski annar hvor aðila eftir breytingum á samkomulagi þessu, skal hann kynna gagnaðila þær skriflega. Takist ekki samkomulag innan þriggja mánaða, getur hvor aðila um sig innan einnar viku sagt upp samkomulagi þessu með eins mánaðar fyrirvara.

Reykjavík 9. janúar 1989

F.h. fjármálaráðherra, F.h. BHMR

[Indriði H. Þorláksson]      [Páll Halldórsson]

Trúnaðarmannakerfi var fyrst lögfest á almennum markaði á Íslandi með lögum nr. 80/1938 um stéttarfélög og vinnudeilur. Opinberir starfsmenn innan BSRB fengu trúnaðarmannakerfi með lögum nr. 29/1976 um kjarasamninga Bandalags starfsmanna ríkis og bæja. Hins vegar fengu opinberir starfsmenn innan Bandalags háskólamanna fyrst trúnaðarmannakerfi með lögum nr. 94/1986 um kjarasamninga opinberra starfsmanna.