Félagsmenn í Félagi háskólakennara eiga aðild að Orlofssjóði BHM, Vacation Fund

Markmið Orlofssjóðs BHM er að auðvelda sjóðsfélögum að njóta orlofs og í því skyni á sjóðurinn og rekur orlofshúsnæði. Sjóðfélögum standa til boða fjöldi orlofshúsa og íbúða bæði innanlands og erlendis. Þá gefst sjóðfélögum einnig kostur á afsláttarbréfum fyrir flug og gistingu, útlilegukort sem gildir á tjaldstæðum viðsvegar um landið, veiðikort og golfkort.
Allar upplýsingar eru á vef orlofssjóðs BHM en þar má einnig finna bókunarvef þar sem hægt er að bóka.

Samkvæmt skipulagsskrá sjóðsins hefur sjóðurinn einnig það hlutverk að semja um aðra orlofsmöguleika fyrir sjóðfélaga.

Lífeyrisþegar getað viðhaldið réttindum í sjóðnum ævilangt við starfslok með þvi að greiða svokallað ævigjald kr. 19.234 (mars 2019).

Share