Header Paragraph

Dagskrá BHM 1. maí 2025

Image

Dagskrá BHM í hátíðarhöldunum 1. maí 2025

 

Kæru BHM félagar!

 

Þátttaka BHM í hátíðarhöldum baráttudags launafólks verður með sama sniði og í fyrra.

 

Boðið verður til móttöku í BÍÓ PARADÍS við Hverfisgötu þar sem í boði verða hamborgarar í nægilegu magni til að allir fái nægju sína sem orkugjafa fyrir gönguna 😊

 

Dagskráin verður sem hér segir:

 

Kl. 11.00   Bíó Paradís opnar; afhentar verða veifur dagsins og úthlutað burðarhlutverkum vegna BHM-borðanna. Aðildarfélög, sem eiga eigin hátíðarfána geta komið með þá og gert þá klára fyrir gönguna.

Kl. 11.30   Afgreiðsla hamborgaranna opnar úr Búllubílnum framan við innganginn

Kl. 13.00   Lagt af stað, gengið fylktu liði upp á Skólavörðuholt, þar sem raðað verður upp í gönguna

Kl. 13.30   Gangan leggur af stað frá Skólavörðuholti, gengið verður niður Skólavörðustíg, Bankastræti og Austurstræti að Ingólfstorgi.

Lúðrasveit verkalýðsins og Lúðrasveitin Svanur spila á Skólavörðuholti og síðan í göngunni niður á Ingólfstorg.

Kl. 14.00   Baráttufundur hefst á Ingólfstorgi:

Fundarstýra er Kolbrún Dögg Kristjánsdóttir sviðshöfundur og listakona og Margrét Pétursdóttir mun táknmálstúlka. Dagskráin verður jafnframt textatúlkuð á ensku.

Ræður flytja Karla Esperanza Barralanga Ocón starfskona í umönnun, trúnaðarmaður og stjórnarmaður í Eflingu og Jóhanna Bárðardóttir rafveituvirki, rafvirki og trúnaðarmaður RSÍ.

Mammaðín og Una Torfa taka lagið og í lok fundarins verður samsöngur.

 

Kl. 14.00   Baráttufundi lýkur, fánum og veifum safnað saman og komið í B27.

 

Dagskrá baráttufunda launafólks þann 1. maí er tileinkuð Kvennaári 2025 og verða þær áherslur sýnilegar í dagskrá baráttufundanna um land allt.

 

Með þessum baráttukveðjum fylgir hvatning um góða mætingu og líflega samveru okkar fólks á baráttudegi launafólks 1. maí,

Kolbrún Halldórsdóttir

Image