Starfsmenn í stjórnsýslustörfum

Stjórnsýslu-, þjónustu- og sérfræðistörf sem ekki er ráðið í á grundvelli akademísks hæfis eru metin til stiga samkvæmt starfs- og hæfnsimati.  Starfsmönnum er raðað í launaflokka eins og fram kemur hér.  Við röðun starfa samkvæmt starfsmati skal miða við að um sé að ræða viðvarandi/stöðugt verksvið.  Því til viðbótar koma persónubundir þættir sem metnir eru í hæfnismati og ráðast af þeim einstaklingum sem gegna starfinu hverju sinni.

Starfsmat er aðferð til að meta störf með kerfisbundnum hætti svo bera megi þau saman eftir sömu mælistiku. Innihald og kröfur til starfsins er metið óháð einstaklingum sem gegnir starfinu hverju sinni. Tilgangurinn er að bera saman ólík störf til launa, gera launakerfið gagnsætt svo tryggja megi sömu laun fyrir sömu vinnu. Skýr starfslýsing er grunnforsenda starfsmats. Við starfsmatið bætist við hæfnismat starfsmannsins sem er persónubundið mat á starfsmanninum sjálfum og byggir á reynslu og menntun hans sjálfs. Stig úr starfs- og hæfnismati eru forsenda launaröðunar hjá starfsfólki í stjórnsýslu og þjónustustörfum hjá Félagi háskólakennara.  Starfsmat er unnið af yfirmanni og fulltrúa starfsmannasviðs.

Dæmi um starfsheiti háskólamenntaðra starfsmanna sem raðast í launaflokka á grundvelli starfs- og hæfnismats eru eftirfarandi: deildarstjóri, fjármálastjóri, forstöðumaður (samkvæmt reglum viðkomandi akademísku stofnunar), framkvæmdastjóri, kynningarstjóri, lögfræðingur, námsráðgjafi, rannsóknastjóri, rekstrarstjóri, ritstjóri, starfsmannastjóri, sviðstjóri (sameiginleg stjrónsýsla), skrifstofustjóri, vefstjóri, verkefnastjóri.

 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is