Aðalfundur 2017

Stjórn Félags háskólakennara starfsárið  2017 – 2018

Á aðalfundi félagsins sem haldinn var 16. maí sl. voru eftirtaldir kosnir í stjórn félagsins:

Michael Dal, dósent á Menntavísindasviði, formaður, til eins árs.

Baldvin Zarioh, deildarstjóri á Vísinda- og nýsköpunarsviði, til tveggja ára
Guðmundur Ingi Guðmundsson, Landsbókasafni, til tveggja ára
Berglind Eva Benediktsdóttir, lektor í Lyfjafræðideild, til tveggja ára
Íris Davíðsdóttir, verkefnisstjóri á Verkfræði- og náttúruvísindasviði, til eins árs.

Fyrir í stjórn eru:

Helgi Áss Grétarsson, dósent Lagadeild, kosinn 2016 til tveggja ára.

Hulda Þórisdóttir, dósent Stjórnmálafræðideild, kosin til 2016 til tveggja ára.

Breyting á félagsgjaldi félagsins

Þá var samþykkt tillaga fráfarandi stjórnar um breytingu á félagsgjaldi. Félagsgjald Félags háskólakennara verður frá og með 1. ágúst 2017, 0,55% af heildarlaunum í stað 0,6% af dagvinnulaunum,eins og verið hefur. Þá var einnig samþykkt að breyta hlutfallskiptingu félagsgjalda í kjaradeilusjóð félagsins.

Lagabreyting

Samþykkt var breyting á fimmtu grein laga félagsins 3. tl. og verður svona:  „Ákveðið félagsgjald, sbr. 7 gr. og hlutdeild félagsgjalda í kjaradeilusjóð sbr. 3. gr. sjóðsins.

Í kjörnefnd voru kosnir

Kristín Harðardóttir, forstöðumaður menntavísindastofnun HÍ

Sigríður Jónsdóttir, fræðimaður á Raunvísindastofnun

Sverrir Guðmundsson, verkefnastjóri á Vísinda- og nýsköpunarsviði

Skoðunarmenn félagsins voru kosnir og eru

Sigríður Jónsdóttir, fræðimaður á Raunvísindastofnun

Reynir Örn Jóhannsson, verkefnastjóri á Vísinda- og nýsköpunarsviði.

Í samninganefnd sitja trúnarðarmenn félagsins og stjórn hverju sinni.

Eitt félag akademískra starfsmanna

Aðalfundur ákvað að halda félagsfund í júní til að efna til umræðu um málið og ákveða framhald þess.

Lagabreytingarnefnd

Aðalfundur ákvað að skipa lagabreytingarnefnd sem starfi á milli aðalfunda 2017 og 2018 og var málinu vísað til stjórnar, til frekari afgreiðslu.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is