Tilkynning frá stjórn Starfsþróunarsjóðs Félags háskólakennara (SFH)

Tilkynning frá stjórn Starfsþróunarsjóðs Félags  háskólakennara (SFH):

Í ljósi góðrar fjárhagsstöðu Starfsþróunarsjóðs Félags háskólakennara (SFH) ákvað stjórn sjóðsins á fundi sínum hinn 29. apríl sl. að breyta úthlutunarreglum til hagsbóta fyrir þá sem rétt eiga á greiðslum úr sjóðnum.  Helstu breytingar eru eftirfarandi:

  • Styrkfjárhæð: Hámarksupphæð styrkja miðast nú við kr. 500.000 á hverjum 18 mánuðum en áður var hámarksupphæðin kr. 400.000 á hverjum 24 mánuðum. 
  • Styrkhæf verkefni: Skilgreining á öðrum ferðakostnaði rýmkuð þannig að þar undir falli innanbæjarsamgöngur þegar um er að ræða ferð til og frá lokaáfangastaðar, t.d. flugvelli eða lestarstöð, til endanlegs gististaðar. Hámarksgreiðslur vegna slíkra innanbæjarsamgangna er kr. 7.500,- fyrir hvora ferð.
  • Ákvæði til bráðabirgða: Sá sem sótt hefur um styrk hjá SFH á tímabilinu 2. apríl 2018 til og með 1. apríl 2019 en hefur fengið synjun að hluta til vegna þess að hámarksfjárhæð styrkja hafði náðst getur sótt um styrk vegna sama verkefnis á nýjan leik, þ.e. hin nýja umsókn verður afgreidd með tilliti til þess að hámarksupphæðin sé kr. 500.000.

Breytingar þessar gilda frá og með 2. apríl 2019.

Fyrir hönd stjórnar SFH,  Helgi D. Áss Grétarsson, formaður.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is