Hlé á kjaraviðræðum

Samninganefnd ríkisins (SNR) hefur farið þess á leit við aðildarfélög BHM að gert verði hlé á kjaraviðræðum yfir hásumarið. Viðræðuáætlanir félaganna hafa verðið endurskoðaðar í ljósi þessa og viðræðum frestað fram yfir verslunarmannahelgi. Samningar hafa verið lausir í rétt tæplega þrjá mánuði, kjaraviðræður gengið hægt og samningar ekki í sjónmáli. Setja þarf verulegan kraft í vinnuna og viðræðurnar eigi samningar við ríkið að nást í haust.

SNR hefur í þessu samhengi boðið 105.000 kr. eingreiðslu sem kæmi til útborgunar 1. ágúst nk. Greiðslan er hluti af kostnaðarmati væntanlegra kjarasamninga en mun þó ekki binda aðildarfélögin í viðræðum um launalið þeirra.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is