Félagsfundur Félags háskólakennara verður haldinn 1. júní kl. 16.

Eftirfarandi bráðabrigðaákvæði í lögum félagsins var samþykkt á aðalfundi 2021:   „Þrátt fyrir ákvæði 8. gr. 2. mgr. skal stjórn að loknum aðalfundi Félags háskólakennara á árinu 2021 standa fyrir kosningu um fulltrúa styrkþega í stjórn Félags háskólakennara sem mun sitja fram að aðalfundi 2022, án aðkomu kjörnefndar.“ 

Á aðalfundi Félags háskólakennara 20. maí sl. var borin upp sú tillaga að haldinn verði félagsfundur þar sem fulltrúi hópsins verði kosinn í stað þess að boða til annars aðalfundar, til þess að flýta ferlinu. Tillagan var samþykkt.

Stjórn Félags háskólakennara boðar að þessu tilefni til félagsfundar þriðjudaginn 1. júní nk. kl. 16. 

Fundurinn verður haldinn í salnum Esja II á Hótel Sögu (gengið er inn um aðalinngang upp á 2. hæð). 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is