Hagvaxtarauki virkjaður frá 1. apríl, laun hækka

 

 

Kauptaxtar hækka um 10.500 krónur.

Ákvæði kjarasamninga aðildarfélaga BHM um hagvaxtarauka komu til framkvæmda nú um mánaðamótin og gilda frá 1. apríl. Fram kemur í bréfi fjármála- og efnahagsráðuneytisins til Félags háskólakennara, félag  háskólamenntaðra starfsmanna HÍ og tengdra stofnana, að kauptaxtar muni hækka um kr. 10.500. Félagsmenn í hlutastarfi fá hlutfallslega hækkun.

Þetta þýðir að kauptaxtar hækkuðu um 10.500 krónur frá og með 1. apríl. Þau sem eru á kjörum umfram það sem launataxtar kveða á um fá hækkun að lágmarki 7.875 krónur.

Uppfærðar launatöflur verða aðgengilegar á heimasíðum aðildarfélaga BHM á næstu dögum.

Gert er ráð fyrir að þessar hækkanir komi til framkvæmda við útborgun launa 1. maí nk.

 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is