Aðalfundur Félags háskólakennara 2022

Aðalfundur 2022, Félags háskólakennara, félag háskólamenntaðra starfsmanna Háskóla Íslands og tengdra stofnana,

verður haldinn miðvikudaginn 25. maí 2022, frá kl. 12 - 14 í Öskju stofa N – 132

  1. Lögð fram ársskýrsla.
  2. Lagðir fram endurskoðaðir reikningar félagsins.
  3. Ákveðið félagsgjald og hlutdeild félagsgjalda í kjaradeilusjóð sbr. 3. gr. reglna um sjóðinn.
  4. Tillögur um lagabreytingar, ef fram koma.
  5. Kosin stjórn, sbr. 8. grein.
  6. Kosin kjörnefnd, sbr. 8. grein.
  7. Kosnir tveir skoðunarmenn reikninga.
  8. Önnur mál.

3. Ákveðið félagsgjald

Tillaga stjórnar Félags háskólakennara á aðalfundi 25. maí 2022

Stjórn Félags háskólakennara leggur til að félagsgjald verði óbreytt frá því sem verið hefur, eða 0,55% af heildarlaunum og hlutdeild þess í kjaradeilusjóði áfram 9,1%.

4. Tillögur um lagabreytingar

Stjórn Félags háskólakennara leggur til meðfylgjandi lagabreytingatillögur.

2. tl. 5. gr. laga um dagskrá aðalfundar verði:

2. Lagðir fram reikningar félagsins.“

Greinin í núverandi lögum hljóðar svo:

„2. Lagðir fram endurskoðaðir reikningar félagsins“

Hér er lagt til að orðið „endurskoðaðir“ falli niður.  Rökin fyrir því eru vegna tilkomu nýrra staðla í lögum um endurskoðendur og endurskoðun.

5. Kosin stjórn, sbr. 8. grein.

Samkvæmt bréfi kjörnefndar til stjórnar félagsins, dags. 12. maí 2022

Formaður til eins árs:

Baldvin M. Zarioh, deildarstjóri  Vísinda- og nýsköpunarsviði.

Meðstjórnendur til tveggja ára:

Ármann Höskuldsson, vísindamaður við jarðvísindastofnun.

Íris Davíðsdóttir, rekstrarstjóri við Raunvísindastofnun.

Jóna Margrét Ólafsdóttir, lektor við Félagsráðgjafardeild.

Sævar Ingþórsson, dósent við Hjúkrunarfræðideild.

Fulltrúi launþega á styrk til eins árs:

Pontus Erik Gunnar Järvstad, doktorsnemi við Hugvísindasvið.

6. Kosin kjörnefnd, sbr. 8. grein.

Tillaga stjórnar Félags háskólakennara á aðalfundi 25. maí 2022

Kristín Harðardóttir. Sverrir Guðmundsson. Sigríður Jónsdóttir.

7. Kosnir tveir skoðunarmenn reikninga.

Tillaga stjórnar Félags háskólakennara á aðalfundi 25. maí 2022

Sigríður Jónsdóttir., Reynir Örn Jóhannsson.

8.  Önnur mál

 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is