Aðalfundur 2023
Félags háskólakennara, félag háskólamenntaðra starfsmanna
Háskóla Íslands og tengdra stofnana,
verður haldinn fimmtudaginn 11. maí frá kl. 15:30 – 17:30
á háskólatorgi stofa HT-103
Dagskrá:
- Lögð fram ársskýrsla.
- Lagðir fram kannaðir reikningar félagsins skv. alþjóðlegum stöðlum.
- Ákveðið félagsgjald og hlutdeild félagsgjalda í kjaradeilusjóð sbr. 3. gr. reglna um sjóðinn.
- Tillögur um lagabreytingar, ef fram koma.
- Kosin stjórn, sbr. 8. grein.
- Kosin kjörnefnd, sbr. 8. grein.
- Kosnir tveir skoðunarmenn reikninga.
- Önnur mál.
3. Ákveðið félagsgjald
Tillaga stjórnar Félags háskólakennara á aðalfundi 11. maí 2023
Stjórn Félags háskólakennara leggur til að félagsgjald verði óbreytt frá því sem verið hefur, eða 0,55% af heildarlaunum og hlutdeild þess í kjaradeilusjóði áfram 9,1%.
4. Tillögur um lagabreytingar
Stjórn Félags háskólakennara leggur ekki til lagabreytingar á aðalfundi 2023.
5. Kosin stjórn, sbr. 8. grein.
Samkvæmt bréfi kjörnefndar til stjórnar félagsins, dags. 2. maí 2023
Formaður til eins árs:
Baldvin M. Zarioh, deildarstjóri Vísinda- og nýsköpunarsviði.
Meðstjórnendur til tveggja ára: (þrjú sæti)
Arngrímur Vídalín, lektor við Menntavísindasvið.
Guðmundur Ingi Guðmundsson, sérfræðingur við Landsbókasafn.
Ingibjörg Óðinsdóttir, mannauðsstjóri Verkfræði- og náttúruvísindasvið.
Íris Hrönn Guðjónsdóttir, innviðastjóri Verkfræði- og náttúruvísindasvið.
Jens Guðmundur Hjörleifsson, lektor við Lyfjafræðideild og Raunvísindadeild.
Fulltrúi launþega á styrk til eins árs:
Haukur Logi Karlsson, nýdoktor við Lagadeild.
6. Kosin kjörnefnd, sbr. 8. grein.
Tillaga stjórnar Félags háskólakennara á aðalfundi 11. maí 2023
Sigríður Jónsdóttir.
Kristín Harðardóttir.
Sverrir Guðmundsson.
7. Kosnir tveir skoðunarmenn reikninga
Tillaga stjórnar Félags háskólakennara á aðalfundi 11. maí 2023
Reynir Örn Jóhannsson.
Sigríður Jónsdóttir.
8. Önnur mál