Sameiginlegt málþing Fh, FPR og FHA

Við minnum félagsfólk á sameiginlegt málþing Félags Háskólakennara á Akureyri, Félags háskólakennara og Félags prófessora við ríkisháskóla um málefni félagsfólks sem haldið verður föstudaginn 1. mars klukkan 14:00 – 16:30 í Odda (O-101). Á málþinginu verður gert grein fyrir niðurstöðum kannana sem undanfarið hafa verið lagðar fyrir félagsfólk. Kaup, kjör og líðan VERÐA í brennidepli og allt félagsfólk hvatt til að sitja þingið. Þátttakendur í pallborðsumræðum verða þau Eyjólfur Guðmundsson rektor Háskólans á Akureyri, Jón Atli Benediktsson rektor Háskóla Íslands, Ragnhildur Ísaksdóttir mannauðsstjóri Háskóla Íslands og Vilhjálmur Hilmarsson hagfræðingur BHM. Formenn félaganna munu einnig gefa félagsfólki kost á að beina til þeirra spurningum. Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur ráðherra háskóla, iðnaðar og nýsköpunar var boðin þátttaka en hún hefur ekki tök á því og óvíst er hvort fulltrúi frá ráðuneytinu komi í hennar stað.

Þinginu verður streymt fyrir þá sem ekki komast á staðinn. Félagsfólk er samt eindregið hvatt til þátttöku í Odda  og skráning (mikilvægt) á þingið fer fram hér: https://forms.office.com/e/mJcFsyhxb2?origin=lprLink

Félögin fyrirhuga annað sameiginlegt málþing í vor þar sem umræður um matskerfi opinberra háskóla verða í forgrunni. Dagskrá seinna málþingins verður auglýst síðar.

Dagskrá málþings FHA, FH og FPR, 1. mars 2024 í Odda (O-101)

14:00 Fundarstjóri setur þingið – Kolbrún Halldórsdóttir formaður BHM

14:10 Laun í háskólum á Íslandi – sitjum við eftir?  Vilhjálmur Hilmarsson hagfræðingur BHM

14:30 Kaup og kjör félagsfólks – Sigrún Ólafsdóttir formaður Félags prófessora við ríkisháskóla

14:50 Starfsánægja og líðan starfsfólks opinberra háskóla – Hjördís Sigursteinsdóttir formaður Félags háskólakennara á Akureyri

15:10 Kaffihlé

15:20 Kulnun meðal starfsfólks háskóla – Ragna Benedikta Garðarsdóttir stjórn Félags prófessora við ríkisháskóla

15:40 Starfsaðstaða doktorsnema og nýdoktora – Svava Dögg Jónsdóttir, doktorsnemi og formaður FEDON og Valgerður Þorgerðar Pálmadóttir nýdoktor og stjórnarkona í FEDON

15:50 Pallborðsumræður um stöðu og framtíð íslensks háskólastarfs

16:30 Fundarstjóri slítur þinginu og býður upp á léttar veitingar

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is