Hlutverk
Samkvæmt 2. gr. laga Félags háskólakennara er hlutverk þess:
1. Að vinna að bættum kjörum og auknum réttindum félagsmanna og fara með samningsumboð fyrir félagsmenn.
2. Að upplýsa félagsmenn um réttindi þeirra og skyldur.
3. Að stuðla að samvinnu og samstöðu meðal félagsmanna.
4. Að efla símenntun félagsmanna og stuðla að eflingu rannsókna.
5. Að vera í fyrirsvari fyrir félagsmenn gagnvart skyldum innlendum og erlendum félagasamtökum.
Hagsmunagæsla félagsmanna
- Aðstoð við túlkun kjarasamninga.
- Aðstoð við faglega ráðgjöf og upplýsingaöflun.
- Aðstoð við gerð og túlkun ráðningasamninga.
- Aðstoð við útreikning á launum og innheimtu ef þörf krefur.
- Aðstoð ef ágreiningur kemur upp á vinnustað.
- Réttur til að kjósa trúnaðarmenn.
- Lögfræðiaðstoð.