Álitsgerð

Álitsgerð Gísla Tryggvasonar um mögulega sameiningu akademískra starfsmanna í eitt stéttarfélag.

Á almennum félagsfundi hjá Félagi háskólakennara þann 16. júní 2017, var eftirfarandi ályktun samþykkt:
„Stjórn félagsins er heimilt að skuldbinda félagið allt að fjórum milljónum íslenskra króna vegna kostnaðar við gerð álitsgerðar um mögulega sameiningu akademískra starfsmanna í eitt stéttarfélag.“

Í framhaldi af fundinum ákvað stjórn félagsins að ganga til samninga við Gísla Tryggvason lögmann, við gerð álitsgerðarinnar. 

Samningur þess efnis var undirritaður milli aðila dags. 29. júní 2017.  

Álitsgerðin liggur nú fyrir og hægt er að nálgast hana í heild sinni hér.