Starfsþróunarsjóður Félags háskólakennara (SFH)
Association of University Teachers Professional Development Fund (information in English).
Starfsþróunarsjóður Félags Háskólakennara (SFH) er sjóður er samið var um í kjarasamningi félagsins og fjármálaráðherra þann 16. nóvember 2015, bókun þess efnis má finna hér.
Markmið SFH er að stuðla að markvissri starfsþróun félagsmanna svo sem með því að stunda formlegt nám, sækja ráðstefnur/námskeið, sinna rannsóknum og faglegu samstarfi. Enn fremur er það tilgangur sjóðsins að auka möguleika Háskóla Íslands og tengdra stofnana til að gera félagsmönnum kleift að vinna að verkefnum sem fara saman við markmið beggja.
The goal of the AUT Professional Development Fund is to promote the systematic professional development of Association members, such as pursuing formal studies, attending conferences/courses, conducting research and professional collaboration. The Fund is also intended to create more opportunities for the University of Iceland and affiliated institutions to enable Association members to pursue mutually beneficial projects.
Næsti fundur stjórnar sjóðsins verður haldinn fimmtudaginn 28. ágúst nk.
Þar sem markmið SFH lúta að markvissri starfsþróun félagsmanna Fh, sbr. 1. mgr. 3. gr. samþykkta sjóðsins, verða eingöngu verkefni styrkt sem varða annað hvort starf eða fagsvið umsækjanda, svo sem vegna kostnaðar sem stafar af:
- Skólagjöldum;
- Námsgögn sem tilgreind eru í kennsluáætlunum/bókalistum í styrkhæfu námi;
- Námskeiðsgjöldum; þar með talin tungumála- og upplýsingatækninámskeið. Einnig geta námskeiðsgjöld vegna markþjálfunarnáms fallið hér undir ef um er að ræða skipulagt nám sem lýkur með gráðu sem gefur m.a. færi á að sækja um alþjóðlega vottun, sem hluti af starfsþróun;
- Ráðstefnugjöldum;
- Félagsgjöld/meðlimagjöld sem varða starf eða fagsvið viðkomandi, þar með stjórnarfundi í fagfélögum;
- Rannsóknamisserum og námsleyfum þar sem viðkomandi vinnuveitandi greiðir ekki allan ferðakostnað.
- Rannsóknasamstarfi við erlenda háskóla og rannsóknastofnanir, formleg staðfesting frá öðrum aðila þarf að fylgja.
- Rannsókna- og námsferðum (e. study visit) til erlendra stofnana, formleg staðfesting frá öðrum aðila þarf að fylgja.
- Öðrum útlögðum ferðakostnaði, m.a. flug- og lestarfargjöldum og/eða aksturskostnaði, hótel- og gistikostnaði. Undir þennan lið falla innanbæjarsamgöngur s.s. rúta, bílaleigubíll, lestarferðir, leigubílar og bílastæðagjald þegar um er að ræða ferð til og frá lokaáfangastað, t.d.flugvelli eða lestarstöð, til endanlegs gististaðar. Hámarksgreiðslur vegna slíkra innanbæjarsamgangna er kr. 10.000,- fyrir hvora ferð. Akstur innanlands með einka- eða bílaleigubílum er styrktur um sömu upphæð og lægsta fargjald almenningsvagna nemur.
Projects eligible for funding:
- Tuition fees,
- Course fees including language and information technology courses, coach training that ends with a degree,
- Conference fees
- Membersfee,
- Sabbatical and leave from studes for which the employer in question will not be covering all travel expenses,
- Research collaboration with foreign universities and research institutes, a formal confirmation is required.
- Research and study visit to foreign institutions, a formal confirmation is required.
- Other travel expenses, e.g. train and air fares and/or driving expenses, hotel and accommodation expenses. This includes local transport in the case of a trip to and form a final destination, e.g. airport or train station to the final accommodation. The max. payment for such local transport is kr. 10.000 for each trip. Driving within Iceland, whether travelling by taxi or private vehicle, will be funded up to the same amount as the cheapest public transport fare.
Ekki styrkhæft:
- Samgöngur innan borgar eða sveitarfélaga, sjá þó grein 2.1.i í úthlutunarreglum
- Bílaleigubílar
- Launatap
- Námsgögn, sjá þó grein 2.1.b í úthlutunarreglum
- Fæði
- Kynnisferðir
- Tómstundarnámskeið
- Sjálfsræktarnámskeið- og/eða sjálfstyrkingarnámskeið og meðferðir s.s. vegna sálfræðiaðstoðar, tímar hjá markþjálfara eða jóga. Slíkt er ekki talið styrkhæft skv. reglum sjóðsins og markmiðum.
Not eligible for funding:
- public transport within cities or municipalities,
- car rental,
- loss of wages,
- study materials,
- food,
- tourist excursions,
- hobby courses,
- editorial meetings and self-training courses.
Skilyrði úthlutunar
- Félagsgjald umsækjanda hafi borist félaginu í 3 mánuði samfleytt áður en til útgreiðslu styrks kemur.
- Styrkfjárhæð er allt að kr. 600.000 á hverjum 18 mánuðum.
- Reglur um styrkfjárhæð: Mánaðarlegt iðgjald að meðaltali að upphæð kr. 2.100 veitir rétt á fullum styrk kr. 600.000. Mánaðarlegt iðgjald að meðaltali, á bilinu kr. 1.050 til kr. 2.099 veitir rétt á hálfum stykr kr. 300.000. Mánaðarlegt iðgjald að meðaltali lægra en
kr. 1.050 veitir ekki rétt til styrks. - Greiðslur úr sjóðnum fara að jafnaði fram gegn framvísun frumrits reiknings.
- Lokadagur fresta til að skila inn umsókn, ásamt fullnægjandi gögnum, er síðsti dagur hvers mánaðar.
- Styrkir úr sjóðinum eru að jafnaði greiddir út mánaðarlega.
Requirents for grant
- The applicant's union membership fees have been paid for an uninterrupted period of three months before disbursement of grants.
- The maximum grant sum is ISK 600,000 per. 18 months.
- Payment of union fees averaging ISK 2,100 per month or more shall confer the right to a full grant, ISK 600.000. Payment of union fees averaging between ISK 1,050 and ISK 2,099 per month shall confer the right to a half grant (ISK 300,000). Payment of union fees averaging less than ISK 1,050 per month shall not confer the right to a grant.
- Payments from the Fund shall generally be dependent on provision of original invoices.
- The final deadlines for application, including submission of supporting documentation, is the last day of each month.
- Grants from the Fund are generally paid out monthly.
Reglur um gistikostnað: Styrkur er eingöngu veittur vegna þeirra gistinátta sem falla til meðan á verkefni (t.d. ráðstefnu) stendur, þ.e. nóttin áður en það hefst, nætur á meðan á því stendur og nóttin eftir að þú lýkur. Ekki er tekið tillit til gisinátta sökum fluáætlana flugfélaga.
Vildarpunktar: þess hluti fargjalda sem greiddur er með vildarpunktum eða annars konar viðskiptavildar er ekki styrkhæfur.
Staðfesting: ef sótt er um kostnað vegna rannsóknasamstarfs eða rannsókna- og námsferða (study visit) verður staðfesting frá öðrum aðila að fylgja.
Er verkefnið styrkhæft? Hægt er að kanna styrkhæfi verkefnis með þvi að leggja inn umsókn með upplýsingum um verkefnið og hvernig það tengist núverandi starfi eða fagsviði án þess að framvísa reikningum og/eða greiðslukvittunum.
Hvaða gögnum þarf að skila með umsókn? Oftast þarf að skila inn reikningum og greiðslukvittunum. Eðli styrkja getur þó verið mismunandi og fylgigögn þar af leiðandi. Fylgigögnum er skilað til sjóðsins í umsóknarforminu. Upphæðir styrkja miðast við framlagða reikninga og þá er gerð krafa um að þeir séu greiddir. Aðeins eru veittir styrkir vegna reikninga sem eru í nafni umsækjanda. Svokallaðir e-miðar frá flugfélögum og staðfestingar á bókunum teljast ekki fullnægjandi staðfesting á greiðslu.
Rannsókna- og námsferðir: Starfsþróunarsjóður veitir sjóðsfélögum styrk vegna þátttöku þeirra í faglega skipulögðum heimsóknum innan lands sem utan, enda tengist viðfangsefnið fagsviði eða starfi þeirra. Eftirfarandi kostnaður er styrkhæfur:
- Ferðakostnaður (flugfargjöld eða aksturskostnaður)
- Gistikostnaður
Ekki er greitt vegna ferða innan borga, fæðiskostnaðar né launataps. Dagskrá vegna faglega skipulagðrar heimsóknar eða kynnisferðar erlendis þarf að jafnaði að skiptast á a.m.k. tvo daga og þarf fræðsludagskrá að spanna að lágmarki 8 klst. í fræðslu. Fræðsludagskrá vegna faglega skipulagðrar heimsóknar eða kynnisferðar innanlands þarf að spanna að lágmarki 6 klst. Með umsóknum skal fylgja þátttakendalisti og/eða áritað bréf frá yfirmanni eða umsjónarmanni ferðarinnar sem staðfestir þátttöku viðkomandi í ferðinni. Ítarleg dagskrá á faglegum hluta ferðarinnar sem tiltekur þá staði sem heimsóttir eru, hvert efni kynningar er á hverjum stað og tímasetningar.
Accommodation costs: Only accommodation nights that occur in connection with the project (e.g. a conference) are eligible, i.e. the night before the project begins, nights during the project, and the night after it ends. Accommodation resulting from airline flight schedules is not taken into account.
Loyalty points:The portion of travel costs paid with loyalty points or other forms of customer rewards is not eligible for reimbursement.
Confirmation: If applying for costs related to research collaboration or research and study visits, a confirmation from the other party must be provided.
Is the project eligible for funding? The eligibility of a project for funding can be assessed by submitting an application containing information about the project and how it relates to the applicant’s current position or field of expertise, without the need to provide invoices and/or proof of payment.
What documents must be submitted with an application? In most cases, applicants are required to submit invoices and proof of payment. However, the nature of grants may vary, and consequently the required supporting documents may differ. Supporting documents must be submitted to the fund through the application form. Grant amounts are based on the invoices submitted, and it is required that these invoices have been paid. Grants are only awarded for invoices issued in the applicant’s name. So-called e-tickets from airlines and booking confirmations are not considered sufficient proof of payment.
Research and Study Visits: The Professional Development Fund provides grants to fund members for participation in professionally organised visits, both domestically and abroad, provided that the subject matter is related to their field of expertise or current position. The following costs are eligible for funding:
-
Travel expenses (airfare or mileage)
-
Accommodation costs
No funding is provided for local travel within cities, meal expenses, or loss of income.
The programme for a professionally organised visit or study tour abroad must generally be spread over at least two days, and the educational programme must comprise a minimum of 8 hours of instruction. The educational programme for a professionally organised visit or study tour within Iceland must comprise a minimum of 6 hours.
Applications must be accompanied by a list of participants and/or a signed letter from the applicant’s supervisor or the organiser of the trip confirming the applicant’s participation. In addition, a detailed programme for the professional component of the trip must be provided, specifying the locations visited, the subject matter presented at each location, and the schedule.
Vanda skal frágang umsóknar, í henni skal nákvæmlega tilgreint með hvaða hætti umsækjandi hyggst verja styrknum auk annarra upplýsinga sem tilgreind eru á eyðublaðinu. Ef umsókn lýtur að endurgreiðslu kostnaðar, sem samkvæmt fyrirliggjandi gögnum er mældur í erlendum gjaldeyri, ber umsæknanda að sýna fram á hver sá kostnaður hafi verið í íslenskum krónum.
Care must be taken in filling in applications and the form must specify in detail how the applicant intends to use the grant, along with other information requested on the form. If an application pertains to reimbursement of outlay costs, which are documented in a foregn currency the applicant must indicate how much the outlay costs would have been in ISK. (screenshot from a bank account)
Stjórn sjóðsins skipa:
- Íris Davíðsdóttir, formaður, FH.
- Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir, FH.
- Guðrún Lárusdóttir, HÍ.
- Þórana Elín Dietz, HÍ.
- Framkvæmdastjóri er Helga Birna Ingimundardóttir.
Starfsreglur stjórnar, desember 2017.
Samþykktir starfsþróunarsjóðs, desember 2017.