Akademískt frelsi
Undanfarin tvö ár hafa stéttarfélög akademískra starfsmanna á Norðurlöndum tekið saman skýrslu um stöðu akadmísks frelsis innan Norðurlandanna. Í skýrslunni er fjallað um núverandi stöðu sem og þær hættur og ógnir er steðja að akademísku frelsi í Danmörku, Finnlandi, Noregi, Íslandi og Svíþjóð. Í skýrslunni er fjallað um skilgreiningu á akademísku frelsi og mikilvægi þess fyrir háskóla og háskólastofnanir, auk þess er staðan í hverju landi fyrir sig greind. Þá er litið til framtíðar, en brýnt er að Norðurlöndin standi vörð um akademískt frelsi, norrænu samfélagi til velfarnaðar. Loks eru tilmæli til stjórnvalda á Norðurlöndunum, varnaðarorð og tillögur til úrbóta. Skýrslunni verður dreift til ráðuneyta menntamála, rektora og háskólaráða. Fulltrúar á fundi Norðurlandsráðs 2024 haldinn á Íslandi, fengu eintak af skýrslunnar við innritun á fundinn.
Fyrir hönd Félags prófessora voru það Henry Alexander Henrysson og Hólmfríður Garðarsdóttir sem komu að ritun skýrslunnar. Fulltrúi Félags háskólakennara var Ármann Höskuldsson.
Meðfylgjandi er að finna eintak af skýrslunni og grein sem birtist í Visir.is í dag, mánudaginn 28. október 2024 undir yfirskriftinni Akademískt frelsi er í hættu – Tími til aðgerða.
Samhljóða grein birtist í samstarfslöndunum sama dag.
Skýrsla um stöðu akademísks frelsis innan Norðurlandanna:
Academic Freedom in the Nordics: Legislaton, Practice, Challenges
A report from Nordic academic trade unions 2024
Grein á Visir.is 28 október 2024
Sigrún Ólafsdóttir, Baldvin Zarioh og Hjördís Sigursteinsdóttir skrifa
Akademískt frelsi er í hættu – Tími til aðgerða