BHM
Félag háskólakennara er fjórða fjölmennasta aðildarfélag Bandalags háskólamanna (BHM). BHM er heildarsamtök háskólamenntaðra á vinnumarkaði. Bandalagið var stofnað 23. október 1958. BHM er bandalag hagsmunatengdra félaga og/eða stéttarfélaga sem starfa að fag- og vinnumarkaðslegum málefnum félagsmanna sinna. Aðildarfélög BHM eru samtals 28 með rúmlega 11.000 félagsmenn.
Meðal verkefna BHM er að:
- Styðja við starf aðildarfélaga
- Efla þekkingu félagsmanna á kjara- og réttindamálum
- Semja um sameiginleg hagsmuna- og réttindamál skv. umboði
- Gæta hagsmuna félagsmanna gagnvart stjórnvöldum
- Hafa frumkvæði að umræðu um háskólamenntun og stöðu háskólamenntaðra á vinnumarkaði
Fulltrúar Félags háskólakennara í stjórnum og nefndum BHM 2022-2023
- Íris Davíðsdóttir, ritari Fh, í stjórn BHM
- Baldvin Zarioh, formaður Fh, er í stjórn jafnréttisnefndar BHM
- Íris Davíðsdóttir, ritari Fh í kjörstjórn BHM
- Íris Davíðsdóttir, ritari Fh í lagabreytinganefnd BHM