Matskerfi opinberra háskóla
Hinn 1. janúar 2022 tók í gildi endurskoðað Matskerfi akademískra starfsmanna í opinberum háskólum. Nýtt matskerfi kemur fyrst til framkvæmda við mat verka og starfa ársins 2022 samkvæmt framtali starfa í ársbyrjun 2023.
Matskerfi opinberra háskóla er grundvöllur mats á störfum akademískra starfsmanna. Mat á störfum nær til rannsókna, kennslu, stjórnunar, þjónustu og fleiri þátta. Árlegt framtal starfa felur í sér skýrslu um störf undangengins árs.
Minnt er á að greinar háskólafólks skulu auðkenndar Háskóla Íslands.
Hér er að finna upplýsingar um matskerfi opinberra háskóla samþykkt í desember 2019.
Verk 2020 og síðar eru metin eftir þessum matsreglum.
Nánari upplýsingar um framtal starfa og leiðbeiningar ásamt tenglum er að finna í Uglu.
Fyrirspurnum svarar Reynir Örn Jóhannsson, roj@hi.is