Header Paragraph

Samtal við frambjóðendur til Alþingis um háskólamál, mánudaginn 25. nóvember frá kl. 16 - 18 í Öskju

Image
""

Samtal við frambjóðendur til Alþingis um háskólamál

Félag prófessora við ríkisháskóla, Félag háskólakennara, Félag háskólakennara á Akureyri, Landssamtök íslenskra stúdenta og FEDON- félag doktorsnema og nýdoktora boða til fundar með fulltrúum þeirra stjórnmálaflokka sem eru í framboði.

Boð var sent á alla stjórnmálaflokka sem bjóða fram á landsvísu og hafa allir staðfest komu sína.

  • Flokkur fólksins: Björn Þorláksson
  • Framsókn: Lilja Dögg Alfreðsdóttir
  • Miðflokkurinn: Eiríkur Svavarsson
  • Píratar: Björn Leví Gunnarsson
  • Samfylkingin: Dagur B. Eggertsson
  • Sjálfstæðisflokkur: Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir
  • VG: Guðmundur Ingi Guðbrandsson
  • Viðreisn: Hanna Katrín Friðriksson
  • Lýðræðisflokkurinn: Arnar Þór Jónsson
  • Sósíalistaflokkurinn: Guðmundur Auðunsson

Tímasetning: Mánudagur 25. nóvember frá kl.16-18, boðið verður upp á kaffiveitingar frá 15:30.

Staðsetning: Askja, stofa N-132 í húsnæði Háskóla Íslands, Sturlugötu 7, 102 Reykjavík.

Í boði er að taka þátt á Teams og er tengill hér: 

Microsoft Teams

Join the meeting now

Á málþinginu verður rædd sú alvarlega staða sem opinberir háskólar á Íslandi standa frammi fyrir, sem meðal annars tengist undirfjármögnun þeirra, síauknu álagi á starfsfólk háskólanna og raunverulegu jafnrétti til náms á Íslandi.  Þar má nefna að kaupmáttur háskólafólks hefur staðið í stað síðan 2016, háa tíðni starfsfólks með alvarleg kulnunareinkenni, að þrátt fyrir að áratuga loforð um annað er Ísland enn langt undir meðaltali Norðurlandanna þegar kemur að fjármögnun háskólakerfisins og að þær breytingar sem gerðar voru á námslánum í gegnum Menntasjóð virðast ekki vera að virka fyrir stóran hluta nemenda.

Málþingið hefst með stuttri kynningu á aðstæðum í opinberu háskólunum og í kjölfarið fær fulltrúi hvers flokks 5 mínútur til að ræða stefnu flokksins um háskólamál á Íslandi.

Að því loknu er boðið upp á almennar umræður og spurningar úr sal.

Málþingið er öllum opið, en við hvetjum okkar félagsfólk sérstaklega til að mæta. Það er afar brýnt að við sýnum samstöðu háskólasamfélagsins og komum á framfæri okkar helstu sjónarmiðum og áhyggjuefnum við þau sem hafa möguleika á að stjórna landinu næstu fjögur árin.

Bestu kveðjur,

Sigrún Ólafsdóttir, formaður Félags prófessora við Ríkisháskóla

Baldvin Zarioh, formaður Félags háskólakennara 

Hjördís Sigursteinsdóttir, formaður Félags háskólakennara á Akureyri