Starfsskyldur akademískra starfsmanna
Starfsskyldur kennara við Háskóla Íslands skiptast í þrjá meginþætti: rannsóknir, kennslu og stjórnun. Starfsskyldur starfsmanna sem eingöngu eru ráðnir til vísinda- og fræðistarfa skiptist í rannsóknir, stjórnun og önnur störf.
Starfsskyldur aðjunkta 1, lektora og dósenta
- Starfsskyldur lektora og dósenta í hálfu starfi eða meira skiptist almennt í 48% kennslu, 40% rannsóknir og 12% stjórnun.
- Starfsskyldur lektora og dósenta í minna en hálfu starfi skiptist almennt í 69% kennslu, 23% rannsóknir og 8% stjórnun.
- Starfsskyldur lektora og dósenta í 20% eða minna starfshlutfalli eru samkomulagsatriði á viðkomandi fræðasviði.
- Starfsskyldur aðjúnkta 1 skiptist almennt í 65% kennslu, 31% rannsóknir og 4% stjórnun.
Reglur um starfsskyldur kennara og sérfræðinga við Háskóla Íslands, nr. 605/2006
Fullt starf | <30 ára | 30 - 37 ára | >38 ára | |
Kennsla | 48% | 792 | 780 | 769 |
Rannsóknir | 40% | 660 | 650 | 641 |
Stjórnun | 12% | 198 | 195 | 192 |
Samtals: | 100% | 1650 | 1626 | 1602 |
50% starf | <30 ára | 30 - 37 ára | >38 ára | |
Kennsla | 48% | 396 | 390 | 384 |
Rannsóknir | 40% | 330 | 325 | 320 |
Stjórnun | 12% | 99 | 98 | 96 |
Samtals: | 100% | 825 | 813 | 801 |
37% starf | <30 ára | 30 - 37 ára | >38 ára | |
Kennsla | 69% | 421 | 415 | 409 |
Rannsóknir | 23% | 140 | 138 | 136 |
Stjórnun | 8% | 49 | 48 | 47 |
Samtals: | 100% | 611 | 602 | 593 |
Fullt starf | <30 ára | 30 - 37 ára | >38 ára | |
Kennsla | 65% | 1073 | 1057 | 1041 |
Rannsóknir | 31% | 512 | 504 | 497 |
Stjórnun | 4% | 66 | 65 | 64 |
Samtals: | 100% | 1650 | 1626 | 1602 |
Grein 2.7 í stofnanasamningi við Háskóla Íslands frá 7. apríl 2006:
Almennt gildir að taka fæðingar- og foreldraorlofs eða fjarvistir vegna veikinda og slysa skuli ekki hafa áhrif á launakjör til lækkunar eða á önnur starfstengd réttindi. Með reglum þessum er tekið tillit til þess að vinnuskyldur kennara og sérfræðinga eru að því leyti frábrugnar reglum sem vinnuskyldu annarra starfsmanna Háskóla Íslands að þær eru ákvarðaðar í vinnustundum á ári og geta eðli málsins samkvæmt verið mismunandi eftir árstímum.
Vinnuskylda við kennslu og rannsóknir m.t.t. fæðingar- og foreldraorlofs, veikinda og slysa:
- Vinnuskylda á ársgrundvelli við kennslu, rannsóknir og stjórnun minnkar hlutfallslega vegna töku fæðingar- og foreldraorlofs eða fjarvista vegna veikinda og slysa. Þetta gildir óháð árstíma fjarvistanna.
- Kröfur um rannsóknastig er byggja á rannsóknaframlagi undangenginna þriggja ára eða fimm ára, minnka hlutfallslega.
- Þröskuldur vinnumatssjóðs vegna rannsókna lækkar hlutfallslega.
- Kennslustig eru veitt óháð fjarvistum af þeim toga sem hér um ræðir.
Samráðsnefnd um kjaramál, skipuð allt að þremur fulltrúum frá hvorum aðila, Háskóla Íslands og Félagi háskólakennara fjallar um ágreining sem rís vegna framkvæmdar á reglum þessum.
Kennslustundir eru metnar til vinnustunda samkvæmt reglum háskólaráðs:
- Til fjögurra vinnustunda teljast fyrirlestrar og sérlega undirbúningsfrekir umræðufundir (seminör).
- Til þriggja vinnustunda teljast almennir umræðufundir, dæmatímar, verklegar æfingar og tungumálakennsla, að því leyti sem ekki er um sjálfstæða fyrirlestrakennslu að ræða.
- Til tveggja vinnustunda skal meta endurtekna kennslu og aðra kennslu sem krefst hliðstæðs undirbúnings.
- Til einnar vinnustundar skal meta kennslu sem ekki krefst undirbúnings.
Yfirvinna skv. kafla 4 í stofnanasamningi, dags. 17. nóvember 2015
Hámark yfirvinnu kennara (sbr. tl. 1) og sérfræðinga (sbr. tl. 2) á mánuði er eins og fram kemur í töflu 3, starfsmanni er þó heimilt í samráði við yfirmann að kenna tímabundið umfram yfirvinnuþak og flytja yfirvinnu sem samsvarar allt að eins misseris heimilaðri yfirvinnu á milli missera.
Tafla 3, yfirvinnuþak
Launaflokkar: |
3 |
4 |
5 |
6 |
7 |
8 |
9 |
10 |
11 |
12 |
13 |
Yfirvinna alls á ári: |
696 |
696 |
672 |
648 |
624 |
540 |
540 |
540 |
468 |
420 |
420 |
- Yfirvinnuþakið nær til hámarks fjölda yfirvinnustunda á ári, þar af getur þjónustuyfirvinna numið að hámarki 200 klst.
- Tímakaup fyrir þjónustuyfirvinnu 1,0385% af viðkomandi mánaðarlaunum.
- Tímakaup fyrir aðra yfirvinnu, svo sem yfirvinnu vegna kennslu, er fastur taxti 0,615% af launaflokki 11-0
(kr. 4.908), þó ekki lægri upphæð en 0,615% af mánaðarlaunum viðkomandi.
Ákveðinn kennsluafsláttur er úthlutaður hverri deild skólans. Afslætti þessum skal úthlutað meðal akademískra starfsmanna deildanna sem fara með stjórnunarstörf, t.d. deildarforseta og námsbrautarstjóra. Deildunum er í sjálfsvald sett hvernig úthlutuðum heildarafslætti er skipt meðal starfsmanna þeirra.