Sáttmálasjóður Háskóla Íslands. Háskólaráð samþykkt þann 9. janúar 2025, að ekki verði veitt fé í Sáttmálasjóð á árinu 2025.
Forsendur og úthlutunarreglur styrkja úr Sáttmálasjóði
Samkvæmt 79. gr. reglna fyrir Háskóla Íslands nr. 569/2009 setur háskólaráð reglur um úthlutun úr Sáttmálasjóði.
Stærri styrkur
Hverjir geta sótt um?
- Fastráðnir lektorar, dósentar og prófessorar
- Sérfræðingar, fræðimenn og vísindamenn sem ráðnir eru á grundvelli hæfnisdóms á stofnunum Háskóla Íslands
- Aðjúnktar 1, nýdoktorar og aðrir þeir starfsmenn Háskóla Íslands sem fá störf sín metin samkvæmt matskerfi opinberra háskóla.
Hvað er styrkt?
Styrkir eru veittir styrkþega til ferða á erlenda grund á alþjóðlegar vísindaráðstefnur, til þátttöku í alþjóðlegum vísindalegum verkefnum og til gagnaöflunar vegna rannsókna að uppfylltum eftirfarandi úthlutunarreglum Sáttmálasjóðs:
- Til að fá styrk úr Sáttmálasjóði til ferða á erlenda grund á alþjóðlegar vísindaráðstefnur þarf viðkomandi að vera með framlag á ráðstefnunni.
- Hægt er að sækja um styrk ef tilefni ferðar er að koma af stað rannsóknarsamstarfi. Rökstyðja skal það sérstaklega og lýsa vandlega fyrirhuguðu samstarfi/rannsókn með höfuðáherslu á líklegan ávinning samstarfsins fyrir starf viðkomandi við Háskóla Íslands.
- Hægt er að sækja um styrk til ferðar til þess að afla nauðsynlegra gagna til rannsókna á bókasöfnum/skjalasöfnum/rannsóknastofnunum í útlöndum, enda sé ekki kostur á að afla þeirra með öðrum hætti. Rökstyðja skal það sérstaklega og lýsa vandlega nauðsyn á fyrirhugaðri gagnaöflun og ástæðum þess að ekki sé unnt að nálgast gögnin með öðrum hætti.
Styrkir úr Sáttmálasjóði skiptast í styrki til greiðslu fargjalda og styrki til greiðslu dagpeninga.
Heimildartímabil
Hámarksstyrkur úr Sáttmálasjóði til hvers umsækjanda getur á hverju heimildartímabili numið 150.000 krónum til greiðslu fargjalda. Hámarkslengd einstakra ferða eru tveir dagar umfram lengd ráðstefnu, þó ekki meira en 7 dagar. Hvað lektora, dósenta, prófessora, sérfræðinga, fræðimenn og vísindamenn varðar er heildarfjöldi daga á ári 7. Heildarfjöldi daga aðjúnkta 1, nýdoktora og rannsóknarfólks sem fellur undir matskerfi opinberra háskóla eru 7 á tveggja ára tímabili. Hægt er að skipta styrknum til fleiri en einnar ferðar á hverju heimildartímabili. Hámarksstyrkur miðast við 100% starfshlutfall.
Heimild starfsmanna í lægra starfshlutfalli til styrkja
Starfsmenn í störfum sbr. 1. grein og eru í aðalstarfi við Háskóla Íslands, með starfshlutfall 51% eða meira njóta styrkja úr Sáttmálasjóði í samræmi við starfshlutfall.
Starfsmenn með lægra starfshlutfall njóta ekki stærri styrkja úr Sáttmálasjóði.
Minni styrkur Sáttmálasjóðs - úthlutunarreglur:
Auk þess veitir Sáttmálasjóður ferðastyrki öðru starfsfólki Háskólans í 50% starfi eða meira sem starfað hefur samfellt í 12 mánuði hjá Háskóla Íslands getur sótt um minni styrk annað hvert ár. Styrkupphæð er kr. 100.000
Styrkir eru veittir styrkþega til ferða á erlenda grund á alþjóðlegar vísindaráðstefnur, til þátttöku í alþjóðlegum vísindalegum verkefnum og til gagnaöflunar vegna rannsókna að uppfylltum eftirfarandi úthlutunarreglum Sáttmálasjóðs:
- Til að fá styrk úr Sáttmálasjóði til ferða á erlenda grund á alþjóðlegar vísindaráðstefnur þarf viðkomandi að vera með framlag á ráðstefnunni.
- Hægt er að sækja um styrk ef tilefni ferðar er að koma af stað rannsóknarsamstarfi. Rökstyðja skal það sérstaklega og lýsa vandlega fyrirhuguðu samstarfi/rannsókn með höfuðáherslu á líklegan ávinning samstarfsins fyrir starf viðkomandi við Háskóla Íslands.
- Enn fremur er hægt að sækja um styrk til ferðar til þess að afla nauðsynlegra gagna til rannsókna í bókasöfnum/skjalasöfnum/rannsóknastofnunum í útlöndum, enda sé ekki kostur á að afla þeirra með öðrum hætti. Rökstyðja skal það sérstaklega og lýsa vandlega nauðsyn á fyrirhugaðri gagnaöflun og ástæðum þess að ekki sé unnt að nálgast gögnin með öðrum hætti.
Yfirferð umsókna:
Athygli skal vakin á því að yfirferð umsókna getur tekið að lágmarki tvær vikur frá því að öll gögn berast.
Umsjónarmaður Sáttmálasjóðs er Birna Björnsdóttir féhirðir á fjármálasviði. Skrifstofa hennar er á fyrstu hæð Aðalbyggingar, sími 525-4320 og netfangið er birnabjo@hi.is.
Nánar um úthlutunarreglur Sáttmálasjóðs
Umsóknareyðublað á rafrænu formi fyrir akademíska starfsmenn
Umsókn um styrki til utanfara og verkefna fyrir aðra en akademíska starfsmenn