Starfsþróunarsjóður
Starfsþróunarsjóður Félags háskólakennara (SFH)
Association of University Teachers Professional Development Fund (information in English).
Starfsþróunarsjóður Félags Háskólakennara (SFH) er sjóður er samið var um í kjarasamningi félagsins og fjármálaráðherra þann 16. nóvember 2015, bókun þess efnis má finna hér.
Markmið SFH er að stuðla að markvissri starfsþróun félagsmanna svo sem með því að stunda formlegt nám, sækja ráðstefnur/námskeið, sinna rannsóknum og faglegu samstarfi. Enn fremur er það tilgangur sjóðsins að auka möguleika Háskóla Íslands og tengdra stofnana til að gera félagsmönnum kleift að vinna að verkefnum sem fara saman við markmið beggja.
Þar sem markmið SFH lúta að markvissri starfsþróun félagsmanna Fh, sbr. 1. mgr. 3. gr. samþykkta sjóðsins, verða eingöngu verkefni styrkt sem varða annað hvort starf eða fagsvið umsækjanda, svo sem vegna kostnaðar sem stafar af:
- Skólagjöldum;
- Námsgögn sem tilgreind eru í kennsluáætlunum/bókalistum í styrkhæfu námi;
- Námskeiðsgjöldum; þar með talin tungumála- og upplýsingatækninámskeið. Einnig geta námskeiðsgjöld vegna markþjálfunarnáms fallið hér undir ef um er að ræða skipulagt nám sem lýkur með gráðu sem gefur m.a. færi á að sækja um alþjóðlega vottun, sem hluti af starfsþróun;
- Ráðstefnugjöldum;
- Félagsgjöld/meðlimagjöld sem varða starf eða fagsvið viðkomandi, þar með stjórnarfundi í fagfélögum;
- Rannsóknamisserum og námsleyfum þar sem viðkomandi vinnuveitandi greiðir ekki allan ferðakostnað;
- Rannsóknasamstarfi við erlenda háskóla og rannsóknastofnanir;
- Rannsókna- og námsferðum (e. study visit) til erlendra stofnana;
- Öðrum útlögðum ferðakostnaði, m.a. flug- og lestarfargjöldum og/eða aksturskostnaði, hótel- og gistikostnaði. Undir þennan lið falla innanbæjarsamgöngur s.s. rúta, bílaleigubíll, lestarferðir, leigubílar og bílastæðagjald þegar um er að ræða ferð til og frá lokaáfangastað, t.d.flugvelli eða lestarstöð, til endanlegs gististaðar. Hámarksgreiðslur vegna slíkra innanbæjarsamgangna er kr. 10.000,- fyrir hvora ferð. Akstur innanlands með einka- eða bílaleigubílum er styrktur um sömu upphæð og lægsta fargjald almenningsvagna nemur.
Ekki styrkhæft:
- Samgöngur innan borgar eða sveitarfélaga, sjá þó grein 2.1.i í úthlutunarreglum
- Bílaleigubílar
- Launatap
- Námsgögn, sjá þó grein 2.1.b í úthlutunarreglum
- Fæði
- Kynnisferðir
- Tómstundarnámskeið
- Sjálfsræktarnámskeið- og/eða sjálfstyrkingarnámskeið og meðferðir s.s. vegna sálfræðiaðstoðar, tímar hjá markþjálfara eða jóga. Slíkt er ekki talið styrkhæft skv. reglum sjóðsins og markmiðum.
- Félagsgjald umsækjanda hafi borist félaginu í 3 mánuði samfleytt áður en til útgreiðslu styrks kemur.
- Styrkfjárhæð er allt að kr. 600.000 á hverjum 18 mánuðum.
- Reglur um styrkfjárhæð: Mánaðarlegt iðgjald að meðaltali að upphæð kr. 2.100 veitir rétt á fullum styrk kr. 600.000. Mánaðarlegt iðgjald að meðaltali, á bilinu kr. 1.050 til kr. 2.099 veitir rétt á hálfum stykr kr. 300.000. Mánaðarlegt iðgjald að meðaltali lægra en
kr. 1.050 veitir ekki rétt til styrks. - Greiðslur úr sjóðnum fara að jafnaði fram gegn framvísun frumrits reiknings.
- Lokadagur fresta til að skila inn umsókn, ásamt fullnægjandi gögnum, er síðsti dagur hvers mánaðar.
- Styrkir úr sjóðinum eru að jafnaði greiddir út mánaðarlega.
Vanda skal frágang umsóknar, í henni skal nákvæmlega tilgreint með hvaða hætti umsækjandi hyggst verja styrknum auk annarra upplýsinga sem tilgreind eru á eyðublaðinu. Ef umsókn lýtur að endurgreiðslu kostnaðar, sem samkvæmt fyrirliggjandi gögnum er mældur í erlendum gjaldeyri, ber umsæknanda að sýna fram á hver sá kostnaður hafi verið í íslenskum krónum.
Stjórn sjóðsins skipa:
- Íris Davíðsdóttir, formaður, FH.
- Jens Guðmundur Hjörleifsson, FH.
- Guðrún Margrét Eysteinsdóttir, HÍ.
- Þórana Elín Dietz, HÍ.
- Framkvæmdastjóri er Helga Birna Ingimundardóttir.
Starfsreglur stjórnar, desember 2017.
Samþykktir starfsþróunarsjóðs, desember 2017.