Vinnumatssjóður

Vinnumatssjóður Félags háskólakennara er afkastahvetjandi sjóður fyrir kennara og sérfræðinga í FH þar sem greitt er fyrir rannsóknir umfram vinnuskyldu. Styrkir úr sjóðunum eru þannig háðir rannsóknavirkni, þar sem greinar í ritrýndum tímaritum svo og bækur, innlendar og erlendar, vega þyngst. 

Samið var um tilvist vinnumatssjóðinn í kjarasamningum félagsins og fjármálaráðherra á árinu 1989 með nýrri kjarasamningsgrein nr. 1.5.7 sjá hér: og aftur sem bókun í stofnanasamningi félagsins og HÍ þann 28. febrúar 2005, sjá hér:

Fjárhæð vinnumatssjóðs FH vegna rannsókna er 12,5% af árslaunum fyrir dagvinnu þeirra kennara og sérfræðinga sem eru í a.m.k. hálfu starfi við Háskóla Íslands með álagi samkv. töflum 2.1 og 2.2 í 2. kafla stofnanasamningsins Félags háskólakennara og Háskóla Íslands frá 1. maí 2006. Reglur vinnumatssjóðs 2006.

Reglur vinnumatssjóðs Félags Háskólakennara vegna Rannsókna 2014

Reglur vinnumatgssjóðs Félags háskólakennara á ensku.

Skýring
Með kennurum og sérfræðingum er átt við eftirfarandi starfsheiti: Aðjunkt, lektor, dósent, sérfræðingur, fræðimaður og vísindamaður.
Akademískir starfsmenn Háskóla Íslands eiga að skila rannsóknaskýrslu [tengill innan handbókar: Rannsóknarskýrslur] ár hvert.
Með henni eru lögð fram þau rit- eða hugverk sem meta á vegna Vinnumatssjóðs eða Ritlauna- og rannsóknasjóðs prófessora.
 

Sótt er um í sjóðinn með því að skila rannsóknarskýrslu í gegnum síðuna:  Framtal starfa

Áfrýunarnefnd:Hægt er að leita til sérstakrar áfrýunarnefndar um  vinnumat, sjá undir Rannsóknir > Framtal starfa - 

Verklagsreglur áfrýjunarnefndar um vinnumat

 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is