Félagsmenn velja trúnaðarmenn til tveggja ára í senn, sbr. lög um kjarasamninga opinberra starfsmanna nr. 94/1986 og samkomulag milli BHM og fjármálaráðherra dags. 9. janúar 1989. Hér til hliðar er listi með nöfnum þeirra sem eru trúnaðarmenn félagsins ásamt netfangi og vinnustað.
Trúnaðarmaður er tengiliður stéttarfélagsins við vinnustaðinn. Trúnaðarmaður er vel að sér í kjarasamningum félagsins og hefur eftirlit með að kjarasamningar og önnur réttindi séu virt. Trúnaðarmaðurinn upplýsir stéttarfélagið um helstu mál sem væru til hagsbóta fyrir vinnustaðinn í kjaralegu tilliti.
Félagsmenn eru hvattir til að hafa samband við trúnaðarmann sinn um þau mál er snerta kjarasamning og almenn réttindamál. Veita skal trúnaðarmönnum upplýsingar um nýja starfsmenn sem taka laun samkvæmt kjarasamningum viðkomandi stéttarfélags og benda skal nýjum starfsmönnum á hver er trúnaðarmaður viðkomandi stéttarfélags á vinnustaðnum.
Val trúnaðarmanna skal tilkynna vinnuveitanda og stéttarfélagi þegar í stað, með meðfylgjandi eyðublaði.