Yfirvinnuþak

Hámark yfirvinnu kennara og sérfræðinga á mánuði er eins og fram kemur í töflunni hér að neðan, starfsmanni er þó heimilt í samráði við yfirmann að kenna tímabundið umfram yfirvinnuþak og flytja yfirvinnu sem samsvarar allt að eins misseris heimilaðri yfirvinnu á milli missera.

 Launaflokkar:

L07 L08 L09 L10 L11 L12 L14 L16 L17 L18
Tímar að hámarki: 58 56 54 52 50 48 45 39 35 35

 

Tímakaup fyrir yfirvinnu kennara og sérfræðinga er 1,0385% af mánaðarlaunum í viðkomandi launaflokki með álagi - en þó ekki hærri en samkvæmt yfirvinnutaxta í launaflokki L09 án álags (1. mars 2013 er upphæðin 3.932 kr.). Þó er heimilt að greiða 1,0385% af mánaðarlaunum viðkomandi fyrir allt að 200 klst. á ári af sjálfsaflafé.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is