Heildarvinnuskylda við kennslu og rannsóknir m.t.t. fæðingar- og foreldraorlofs, veikinda og slysa

 Grein 2.7 í stofnanasamningi við Háskóla Íslands frá 7. apríl 2006

Almennt gildir að taka fæðingar- og foreldraorlofs eða fjarvistir vegna veikinda og slysa skuli ekki hafa áhrif á launakjör til lækkunar eða á önnur starfstengd réttindi. Með reglum þessum er tekið tillit til þess að vinnuskyldur kennara og sérfræðinga eru að því leyti frábrugnar reglum sem vinnuskyldu annarra starfsmanna Háskóla Íslands að þær eru ákvarðaðar í vinnustundum á ári og geta eðli málsins samkvæmt verið mismunandi eftir árstímum.

Vinnuskylda við kennslu og rannsóknir m.t.t. fæðingar- og foreldraorlofs, veikinda og slysa

1.      Vinnuskylda á ársgrundvelli við kennslu, rannsóknir og stjórnun minnkar hlutfallslega vegna töku fæðingar- og foreldraorlofs eða fjarvista vegna veikinda og slysa. Þetta gildir óháð árstíma fjarvistanna.

2.      Kröfur um rannsóknastig er byggja á rannsóknaframlagi undangenginna þriggja ára eða fimm ára, minnka hlutfallslega.

3.      Þröskuldur vinnumatssjóðs vegna rannsókna lækkar hlutfallslega.

4.      Kennslustig eru veitt óháð fjarvistum af þeim toga sem hér um ræðir.

Samráðsnefnd um kjaramál, skipuð allt að þremur fulltrúum frá hvorum aðila, Háskóla Íslands og Félagi háskólakennara fjallar um ágreining sem rís vegna framkvæmdar á reglum þessum.
_____________________

Sjá eldri reglur hér

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is