Mat á kennslu til vinnustunda

Reglur háskólaráðs

Kennslustundir eru metnar til vinnustunda samkvæmt eftirfarandi reglum:

  • Til fjögurra vinnustunda teljast fyrirlestrar og sérlega undirbúningsfrekir umræðufundir (seminör).
  • Til þriggja vinnustunda teljast almennir umræðufundir, dæmatímar, verklegar æfingar og tungumálakennsla, að því leyti sem ekki er um sjálfstæða fyrirlestrakennslu að ræða.
  • Til tveggja vinnustunda skal meta endurtekna kennslu og aðra kennslu sem krefst hliðstæðs undirbúnings.
  • Til einnar vinnustundar skal meta kennslu sem ekki krefst undirbúnings.
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is