Í lok árs 2012 er það mat Samráðsnefndar háskólaráðs HÍ að svigrúm sé til að gera upp kennslu ársins 2012 miðað við 52% kennsluskyldu í stað 54% og miða við 52% kennsluskyldu árið 2013.
Starfsskyldur kennara sem eru í lægra en 50% starfshlutfalli eru óbreyttar árið 2012 og 2013. Frá og með árinu 2014 skiptast þær í kennslu og rannsóknir þar sem stjórnunarhlutanum hefur verið skipt til helminga á milli kennslu og rannsókna.
Sjá nánar um skiptinguna í exeltöflunni: