Vinnuskylda starfsmanna í stjórnsýslustörfum

Í kjarasamningi félagsins við fjármálaráðherra með gildistíma 1. apríl 2019 - 31. mars 2023 var samið um útfærslu vinnutímans.  

Fylgiskjal 1 vegna útfærslu vinnutímans er hér/sites/fh.hi.is/files/bokun_um_fylgiskjal_1.pdf

Nánari upplýsingar eru hér: https://betrivinnutimi.is/dagvinna/

 

Vinnutími eins og hann var í eldri samningum: 

Vinnuvika dagvinnumanna í fullu starfi er 40 stundir eða 8 stundir á dag, mánudaga-föstudaga.

Matartími, 30 mínútur, skal vera á tímabilinu kl. 11:30-13:30 og telst hann ekki til vinnutíma, þ.e. er ólaunaður.

Á hverjum vinnudegi eru 2 kaffitímar, samtals 35 mínútur að lengd, venjulega 15 mínútur fyrir hádegi og 20 mínútur eftir hádegi. Kaffitímarnir teljast til vinnutímans, þ.e. eru launaðir og eru innifaldir í 8 stunda vinnudegi. Virkur vinnutími á dag er þannig 8 stundir að frádregnum kaffitímunum tveimur eða 7 stundir og 25 mínútur (7,4167 klst.).

Heimilt er að lengja, stytta eða fella niður bæði matar- og kaffitíma með samkomulagi fyrirsvarsmanna stofnunar og einfalds meirihluta þeirra starfsmanna sem málið varðar. Séu matar- eða kaffitímar lengdir eða styttir, lengist eða styttist vinnudagurinn að sama skapi. Algengt er að öðrum eða báðum kaffitímum sé sleppt og vinnudeginum ljúki fyrr eða hann hefjist síðar sem því nemur. T.d. var daglegur vinnutími í stjórnarráðinu hér áður fyrr kl. 08:45-17:00, taldist þá vinnudagurinn í raun hefjast kl. 08:30 en vegna þess að morgunkaffitíminn var felldur niður, var mætt til starfa kl. 08:45. Óalgengt er að matartíma sé sleppt.

Minnt skal á að starfsmaður á rétt á a.m.k. 15 mínútna hléi ef daglegur vinnutími hans er lengri en 6 klst. Matar- og kaffitímar teljast hlé í þessu sambandi.

Tekið skal tillit til kaffitíma við útreikning á starfshlutfalli hlutavinnufólks. Starfsmaður sem ráðinn er t.d. til vinnu kl. 12:00-16:00 án hádegishlés 5 daga vikunnar á vinnustað þar sem báðum kaffitímum hefur verið sleppt, vinnur þannig 54% af fullu starfi eða 4 stundir á dag af 7,4167 stundum.

Hér fara á eftir nokkur dæmi um upphaf og endi vinnudags eftir því hvort kaffitími/ar eru teknir eða þeim sleppt. Á vinnustöðum þar sem matartími er 1 klst., lýkur vinnudegi í öllum tilvikum hálfri klukkustund síðar en þar sem matartími er 1/2 klst.

Ytri mörk

Kaffitími

Matartími

Kaffitími

Virkur

vinnudags

fyrir hádegi

 

eftir hádegi

vinnutími

         

Báðum kaffitímum sleppt:

       

kl. 08:05-16:00

sleppt

1/2 stund

sleppt

=7 st. 25 mín.

kl. 08:05-16:30

sleppt

1 stund

sleppt

=7 st. 25 mín.

Morgunkaffitíma sleppt, síðdegiskaffi tekið:

       

kl. 08:45-17:00

sleppt

1/2 stund

20 mín.

=7 st. 25 mín.

kl. 08:45-17:30

sleppt

1 stund

20 mín.

=7 st. 25 mín.

Morgunkaffi tekið, síðdegiskaffi sleppt:

       

kl. 08:00-16:10

15 mín.

1/2 stund

sleppt

=7 st. 25 mín.

kl. 08:00-16:15

20 mín.

1/2 stund

sleppt

=7 st. 25 mín.

kl. 08:00-16:40

15 mín.

1 stund

sleppt

=7 st. 25 mín.

kl. 08:00-16:45

20 mín.

1 stund

sleppt

=7 st. 25 mín.

Báðir kaffitímar teknir:

       

kl. 08:00-16:30

15 mín.

1/2 stund

20 mín.

=7 st. 25 mín.

kl. 08:30-17:00

15 mín.

1/2 stund

20 mín.

=7 st. 25 mín.

kl. 08:45-17:15

15 mín.

1/2 stund

20 mín.

=7 st. 25 mín.

kl. 08:00-17:00

15 mín.

1 stund

20 mín.

=7 st. 25 mín.

kl. 08:30-17:30

15 mín.

1 stund

20 mín.

=7 st. 25 mín.

kl. 08:45-17:45

15 mín.

1 stund

20 mín.

=7 st. 25 mín.

 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is