Starfsmat
Mat til launa fyrir starfsmenn í stjórnsýslu- og stoðþjónustu skiptist í þrennt:
- Starfsmat: Mat á starfi
- Hæfnismat:Persónubundið mat á umframþekkingu og menntun sem starfsmaður býr yfir og nýtist í starfinu.
- Ársmat: Framlag starfsmanns á liðnu ári metið til stiga og jafnframt kaupauka, eingöngu fyrir starfsmenn í FH og KVH. Ármatið hefur verið til endurskoðunar frá 2012. Nú fá allir 7 stig vegna ársmats fyrir fullt starf.
Starfsmat er aðferð til að meta störf með kerfisbundnum hætti svo bera megi þau saman eftir sömu mælistiku. Innihald og kröfur til starfsins er metið óháð einstaklingum sem gegnir starfinu hverju sinni. Tilgangurinn er að bera saman ólík störf til launa, gera launakerfið gagnsætt svo tryggja megi sömu laun fyrir sömu vinnu. Skýr starfslýsing er grunnforsenda starfsmats. Við starfsmatið bætist við hæfnismat starfsmannsins sem er persónubundið mat á starfsmanninum sjálfum og byggir á reynslu og menntun hans sjálfs. Stig úr starfs- og hæfnismati eru forsenda launaröðunar hjá starfsfólki í stjórnsýslu og þjónustustörfum hjá Félagi háskólakennara. Starfsmat er unnið af yfirmanni og fulltrúa starfsmannasviðs.
Handbókin um starfsmatskerfið var endurútgefin í apríl 2015 og uppfærð í nóvember 2017 SKREF 2017
Ekki er leyfilegt að afrita texta Skrefs eða nota hann með öðrum hætti án samþykkis
STIGASKALI og tenging við launatöflu.
2016: Vægi menntunar aukið í starfsmati - Bókun: Mat á menntun í SKREFi 1. júní 2016.pdf og Tafla: SKREF Menntun frá 1. 06.2016.pdf
2015: Ný handbók SKREFs gefin úr á rafrænu formi.
2015: Endurskðun stigaskala í FH, nýr stigaskali samþykktur.
2014: Kjarafélag viðskipta- og hagfræðinga tekur upp starfsmat að nýju.
2009: Endurskoðum á starfsmatskerfinu: Hæfnismat vegna menntunar jafnt og í starfsmati - gildistaka 1.01.2009.
Háskólapróf BA/BS, 90 einingar 90 stig
Háskólapróf BA/BS, 120 einingar 120 stig
Háskólapróf MA/MS viðbótarmenntun 160 stig
Starfið krefst menntunar á tveimur sviðum 180
Doktorspróf 220 stig
2007 : Vægi menntunar aukið í starfsmati.
Samkvæmt Bókun 1 í stofnanasamningi FH og HÍ hækkar mat á prófgráðum í starfsmatinu samkvæmt eftirfarandi töflu, Gildistaka 1. maí 2007.
2004: Félag Háskólakennara
Þann 7. október 2004 náðist samkomulag um stigaskala sem tengir matið við launatöflu Félags Háskólakennara. Stigaskalinn var kynntur á sameiginlegum fundi FH og HÍ þann 26. október 2004 Leiðrétting launa í samræmi við niðurstöðu matsins voru að fullu afgreiddar fyrir sumarleyfi 2005 fyrir félagsmenn FH. Nýr stofnanasamningur tók gildi 1. maí 2006 og nýr stigaskali starfsmats. Við sameiningu Háskóla Íslands og Kennaraháskóla Íslands var stigaskalinn endurskoðaður og samræmdur, gildistaka 1. janúar 2009. Stigaskalinn var endurskoðaður að nýju 2015: FH stigatafla 1.01.2015.xlsx