LSR
Öllum launamönnum og þeim sem stunda atvinnurekstur eða sjálfstæða starfsemi er skylt að tryggja sér lífeyrisréttindi með aðild að lífeyrissjóði frá og með 16 ára til 70 ára aldurs.
Ávinningur af lífeyrissjóðsaðild
- Ellilífeyrir til æviloka.
- Örorku- og barnalífeyrir ef sjóðfélagi missir starfsgetu.
- Maka- og barnalífeyrir við fráfall sjóðfélaga.
- Möguleiki á lánum frá lífeyrissjóði.
Í hvaða lífeyrissjóð?
Aðild að lífeyrissjóði fer eftir þeim kjarasamningi sem ákvarðar kjör viðkomandi félagsmanns. Félagsmenn aðildarfélaga BHM á opinberum vinnumarkaði greiða annað hvort í Lífeyrissjóð opinberra starfsmanna (LSR) eða Lífeyrissjóð starfsmanna sveitarfélaga (LSS). Aðrir geta valið lífeyrissjóð eftir því sem reglur einstakra sjóða leyfa. Félagsmenn í aðildarfélögum BHM á almennum vinnumarkaði geta óskað eftir aðild að LSR (A deild) með sérstöku leyfi frá sjóðnum enda hafi viðkomandi launagreiðandi samþykkt aðildina og þær skuldbindingar sem henni fylgja.
Reglur um launaröðun háskólakennara eftir töku lífeyris.
Samanburður á iðgjaldagreiðslum lífeyrissjóða
Iðgjöld | LSR-A deild | LSR-B deild | LSS-A deild | LSS-V deild | Almennir lífeyrirsjóðir |
---|---|---|---|---|---|
Sjóðfélaga | 4% af heildarlaunum | 4% af dagvinnulaunum | 4% af heildarlaunum | 4% af heildarlaunum | 4% af heildarlaunum |
Launagreiðanda | 11,5% af heildarlaunum | 8% af dagvinnulaunum | 12% af heildarlaunum | 8 eða 11,5% af heildarlaunum | 8% af heildarlaunum |
Alls | 15,5% af heildarlaunum | 12% af dagvinnulaunum | 16% af heildarlaunum | 15,5% af heildarlaunum | 12% af heildarlaunum |
Viðbótalífeyrissparnaður
Í kjarasamningum er ákvæði um að launagreiðendur greiði 2% af launum starfsmanna sinna sem mótframlag við viðbótarlífeyrissparnað þeirra enda sé framlag launamanns a.m.k. 2%. Starfsmaður getur valið sér hvort hann geymir viðbótarlífeyrissparnað hjá lífeyrissjóðum, bönkum, sparisjóðum, verðbréfafyrirtækjum eða líftryggingafélögum.