Styrktarsjóður BHM

Markmið styrktarsjóðs BHM er að styrkja sjóðfélaga með fé og koma þannig til móts við tekjutap vegna ólaunaðrar fjarveru sökum veikinda eða annarra persónulegra aðstæðna.  Einnig er markmiðið að bæta úrgjöld vegna ýmiss konar heilbrigðisþjónustu og óvæntra áfalla sjóðfélaga.

Hverjir eiga rétt:

Rétt í Styrktarsjóði BHM eiga þeir sem greitt hefur verið fyrir styrktarsjóðsframlag í samtals 6 mánuði, þar af samfellda 3 mánuði áður en atburður sem leiðir til styrkumsóknar átti sér stað. Séu iðgjöld vegna sjóðsfélaga 715 kr. á mánuði eða lægri á hann rétt á hálfum styrk.

 • Fæðingarorlof: Sjóðsfélagi viðheldur úthlutunarrétti kjósi hann að greiða stéttarfélagsgjald.
 • Í veikindum/fullnýting dagpeninga: Sjóðsfélagi sem hefur fullnýtt rétt sinn til sjúkradagpeninga nýtur áfram annarra réttinda í sjóðnum í allt að 6 mánuði stofni hann ekki til réttinda annarsstaðar. 
 • Vegna veikinda og/eða slysa sjóðfélaga í fæðingarorlofi:  Ef foreldri getur ekki annast barn sitt vegna veikinda og/eða slysa í fæðingarorlofi greiðir sjóðurinn allt að 6 vikur. Þó er ekki greitt fyrir fyrstu 10 dagana í veikindum. Forsenda er að viðkomandi segi sig af greiðslum frá fæðingarorlofssjóði.
 • Atvinnulausir: Sé sjóðsfélagi með full réttindi við upphaf atvinnuleysis heldur hann réttindum sínum í allt að eitt ár enda sé greitt stéttarfélagsgjald. Stéttarfélög geta lengt tímabilið upp í 3 ár greiðl þau iðgjöld til Styrktarsjóðs af atvinnuleysisbótum frá upphafi bótatímabils.
 • Launalaust leyfi: Sjóðsfélagi viðheldur réttindum sínum í allt að þrjá mánuði enda hafi sjóðsfélagi hafið störf að nýju. Sjúkradagpeningar greiðast ekki vegna veikinda í launalausu leyfi.
 • Við starfslok: Sjóðsfélagi viðhaldur réttindum sínum í allt að 6 mánuði við starfslok og upphaf lífeyristöku. Sjúkradagpeningar eru þó ekki greiddir til lengri tíma en þriggja mánaða. Réttur til greiðslu sjúkradagpeninga fellur niður við upphaf lífeyristöku eða 67 ára aldur.

Sá sem öðlast hefur rétt til greiðslu úr Sjúkrasjóði BHM er hann verður sjóðsfélagi í Styrktarsjóði BHM öðlast strax rétt til greiðslu. Sama gildir um þá sem öðlast hafa rétt úr sjúkrasjóðum annarra stéttarfélaga sem veita fyrrum sjóðsfélögum Styrktarsjóðs BHM sams konar réttindi. 

Umsóknarferli:

Umsóknir eru afgreiddar einu sinni í mánuði. Síðasti skiladagur umsókna og tilskildra gagna er 9. dagur hvers mánaðar.  Greiðsla fer að jafnaði fram 25. dag sama mánaðar. Lokadagur til að sækja um og skila gögnum vegna umsókna sem miðast við almanaksár er 9. desember ár hvert. Umsóknir skulu berast innan 12 mánaða frá því að til útgjalda var stofnað eða tekjutap varð.  Sótt er um styrki rafrænt á Mínum siðum

Staðgreiðsla er tekin af öllum styrkjum nema líkamsrækt og útfararstyrk. Frádrátt frá þeim styrkjum skal færa á framtal undir liðnum 2.6, frádráttur númer 157.

Fylgigögnum skal skilað inn með rafrænum hætti í gegnum Mínar síður BHM. Með umsóknum þarf að skila sundurliðuðum greiddum reikningi með nafni umsækjanda og  með áritun/stimpli/merki þess sem gefur hann út (með upplýsingum um nafn, starfsheiti, kennitölu og heimilisfang eða símanúmer).  Fjöldi skipta og dagsetningar meðferða eða kaupa á vöru eða þjónustu skal koma fram á reikningnum

Fylgigögn vegna fæðingarstyrks:

 • Launaseðill með réttu starfshlutfalli.
 • Fæðingarvottorð.

Fylgigögn vegna sjúkradagpeninga:

 • Læknisvottorð.
 • Launaseðlar.
 • Staðfesting vinnuveitenda um fullnýtingu á veikindarétti.
 • Yfirlit yfir aðrar greiðslur til sjóðsfélaga sem teljast ígildi launa.
 • Skattkort, ef vill.
 • Tilkynning um óvinnufærni einu sinni í mánuði á bótatímabili.
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is