Starfsmenn sem ekki hafa aðgang að matstofu eiga rétt á að fá greitt fæðisfé sbr. grein 3.4.2 í kjarasamningi enda séu þá uppfyllt neðantalin skilyrði:
1. Vinnuskylda starfsmanns sé minnst sem svarar (50%) hálfri stöðu á viku.
2. Starfsmaður hafi vinnuskyldu á föstum vinnustað frá kl. 11:00 - 14:00 að frádregnu matarhléi.
3. Matarhlé sé aðeins 1/2 klst.
Upphæð fæðisfjár: janúar 2017 er kr. 8.289
Upphæð fæðispeninga breytist á þriggja mánaða fresti í samærmi við matvörulið vísitölu neysluverðs og hefur þróast með þessum hætti á árinu 2017:
mánuður | upphæð | ein | per. einingu |
desember 2016 | 8.314 | 18,6 | 446,98 |
febrúar 2017 | 8.289 | 18,6 | 445,65 |
júní 2017 |
8.168 |
18,6 | 439,15 |
Í meðaltalsári er fjöldi vinnudaga 249,6768. Að frádregnu meðalorlofi, 27 dagar, þá standa eftir 222,7 vinnuskyldudagar. 222,7/12 (mán.) = 18,6 einingar sem er jafnaðargreiðsla til starfsmanns í föstu starfi árið um kring.
Fæðisfé eða matarmiða:
Hægt er að velja milli þess að fá fæðisfé eða fá aðgang að kaupum á matarmiðum sem nota má í mötuneyti Háskólans í Hámu eða í Stúdentakjallaranum. Máltíðin í Hámu kostar kr. 475 ef greitt er með matarmiða en kr. 980 ef greitt er með peningum.
Umsókn um fæðisfé má finna HÉR: